Innlent

Nöfn hinna látnu

Stúlkan sem lést í umferðarslysi við Varmahlíð í gærmorgun hét Sigrún Kristinsdóttir, búsett að Vesturgili 5, Akureyri. Hún var tvítug að aldri.

Tvær vinkonur hennar liggja alvarlega slasaðar á Landspítalanum. Líðan þeirra óbreytt en stöðug, að sögn lækna. Þær eru báðar í öndunarvélum á gjörgæsludeild. Þær eru frá Sauðárkróki og fór bænastund fram í Sauðárkrókskirkju í gærkvöld þar sem beðið var fyrir bata þeirra.

Maðurinn sem lést í vélhjólaslysi í Örfæfasveit í gær hét Heiðar Þórarinn Jóhannsson. Hann var 52ja ára, búsettur að Lundargötu 10, Akureyri. Hann var ókvæntur og barnlaus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×