Kynferðisbrotum gegn börnum fjölgaði 3. júlí 2006 07:30 Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur Varar við að tölur ársskýrslunnar séu rangtúlkaðar. MYND/Vilhelm Kynferðisbrot gegn börnum voru 38 talsins árið 2005, en voru 19 árið áður, samkvæmt ársskýrslu lögreglustjórans í Reykjavík. Þá fjölgaði nauðganatilfellum um 72 prósent samkvæmt skýrslunni, voru 23 árið 2004 en 43 ári síðar. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræðum við Háskóla Íslands, varar við að tölurnar séu túlkaðar á þann hátt að kynferðisbrotum fari fjölgandi almennt í þjóðfélaginu. "Vegna þeirrar miklu og opnu umræðu sem hefur átt sér stað í þjóðfélaginu varðandi þessi brot hefur umburðarlyndisþröskuldurinn gagnvart þessu lækkað og því kærir fólk miklu frekar nú heldur en áður," segir Helgi. "Fórnarlömb þessara hroðaverka mæta líka mun meiri skilningi nú heldur en áður og fólk er meira á varðbergi gagnvart þessu." Samkvæmt skýrslunni fjölgar minniháttar líkamsárásum rúmlega þrefalt, voru 38 árið 2004 en voru komnar upp í 123 árið á eftir. Hins vegar fækkar meiriháttar líkamsárásum um níu og hálft prósent. Helgi segir að þetta þurfi ekki endilega að þýða að minniháttar líkamsárásum hafi í raun fjölgað á strætum höfuðborgarinnar. "Núna er það orðið þannig að þegar menn verða fyrir hnjaski til að mynda á skemmtistað eða eitthvað slíkt, þá láta þeir ekki bjóða sér það og kæra hiklaust. Þessi umburðarlyndisþröskuldur gagnvart ofbeldi er nánast að hverfa," segir Helgi. Í ársskýrslunni kemur fram að innbrotum fækkar um rúm ellefu prósent á milli ára. Ingimundur Einarsson varalögreglustjóri í Reykjavík, þakkar þessa minnkun á milli ára auknu eftirliti lögreglu í hverfum borgarinnar, ásamt öflugu samstarfi við íbúana. "Næsta ársskýrsla mun sýna að innbrotum fer enn fækkandi. Lögreglan hefur markvisst tekið á þessum vanda," segir Ingimundur. "Við höfum einbeitt okkur að hverfum þar sem innbrot hafa verið tíðari en annars staðar og svo höfum við aukið eftirlit okkar með ákveðnum persónum sem við erum með á skrá hjá okkur." Ingimundur segir marga ómerkta lögreglubíla á ferðinni í hverfum borgarinnar á kvöldin í eftirlitsferðum og afrakstur þessarar vinnu sé að skila sér með óyggjandi hætti í skýrslunni. Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Kynferðisbrot gegn börnum voru 38 talsins árið 2005, en voru 19 árið áður, samkvæmt ársskýrslu lögreglustjórans í Reykjavík. Þá fjölgaði nauðganatilfellum um 72 prósent samkvæmt skýrslunni, voru 23 árið 2004 en 43 ári síðar. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræðum við Háskóla Íslands, varar við að tölurnar séu túlkaðar á þann hátt að kynferðisbrotum fari fjölgandi almennt í þjóðfélaginu. "Vegna þeirrar miklu og opnu umræðu sem hefur átt sér stað í þjóðfélaginu varðandi þessi brot hefur umburðarlyndisþröskuldurinn gagnvart þessu lækkað og því kærir fólk miklu frekar nú heldur en áður," segir Helgi. "Fórnarlömb þessara hroðaverka mæta líka mun meiri skilningi nú heldur en áður og fólk er meira á varðbergi gagnvart þessu." Samkvæmt skýrslunni fjölgar minniháttar líkamsárásum rúmlega þrefalt, voru 38 árið 2004 en voru komnar upp í 123 árið á eftir. Hins vegar fækkar meiriháttar líkamsárásum um níu og hálft prósent. Helgi segir að þetta þurfi ekki endilega að þýða að minniháttar líkamsárásum hafi í raun fjölgað á strætum höfuðborgarinnar. "Núna er það orðið þannig að þegar menn verða fyrir hnjaski til að mynda á skemmtistað eða eitthvað slíkt, þá láta þeir ekki bjóða sér það og kæra hiklaust. Þessi umburðarlyndisþröskuldur gagnvart ofbeldi er nánast að hverfa," segir Helgi. Í ársskýrslunni kemur fram að innbrotum fækkar um rúm ellefu prósent á milli ára. Ingimundur Einarsson varalögreglustjóri í Reykjavík, þakkar þessa minnkun á milli ára auknu eftirliti lögreglu í hverfum borgarinnar, ásamt öflugu samstarfi við íbúana. "Næsta ársskýrsla mun sýna að innbrotum fer enn fækkandi. Lögreglan hefur markvisst tekið á þessum vanda," segir Ingimundur. "Við höfum einbeitt okkur að hverfum þar sem innbrot hafa verið tíðari en annars staðar og svo höfum við aukið eftirlit okkar með ákveðnum persónum sem við erum með á skrá hjá okkur." Ingimundur segir marga ómerkta lögreglubíla á ferðinni í hverfum borgarinnar á kvöldin í eftirlitsferðum og afrakstur þessarar vinnu sé að skila sér með óyggjandi hætti í skýrslunni.
Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira