Innlent

Viðbúnaðarástandi aflétt í Árnessýslu

Vatnsrennsli í Ölfusá við Selfoss er nú komið niður fyrir 2000 rúmmetra á sekúndu.
Vatnsrennsli í Ölfusá við Selfoss er nú komið niður fyrir 2000 rúmmetra á sekúndu. MYND/Vísir

Almannavarnarnefndir í Árnessýslu hafa aflétt viðbúnaðarástandi í sýslunni vegna flóðahættu. Nefndirnar komu saman til fundar klukkan tíu í morgun.

Farið er að sjatna í ám og flestir vegir að verða færir. Vegagerðin vinnur að viðgerð á þeim skemmdurm sem orðið hafa og er vonast til að þeim verði að mestu lokið í dag. Vatnsrennsli í Ölfusá við Selfoss er nú komið niður fyrir 2000 rúmmetra á sekúndu. Vatn flæddi inn í fjögur hús á Selfossi í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×