Innlent

Fasteignafélagið Stoðir gera stórviðskipti í Kaupmannahöfn

MYND/Pjetur

Fasteignafélagið Stoðir hefur gengið frá kaupum á danska fasteignafélaginu Atlas Ejendomme á eignumsem staðsettar eru miðsvæðis í Kaupmannahöfn.Kaupineru með stærstu fasteignaviðskiptum í Danmörku á undanförnum árum.

Þetta er fyrsta stóra fjárfesting Stoða utan Íslandsog félagið nú nærri tvöfaldast. Kristín Jóhannesdóttir, stjórnarformaður Stoða segir að líklega séu þetta stærstu fasteignakaup Íslandssögunnar. Helstu hluthafar í Stoðum eru Baugur Group með fjörutí og níu prósent, KB banki með tuttugu og tvö prósent og Ingibjörg Pálmadóttir og Eignarhaldsfélagið ISP sem á átján prósent.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×