Innlent

Rúmlega fjórðungur fer í kirkjugarð 3-5 sinnum á ári

MYND/Stefán Karlsson

Kirkjugarðar Reykjavíkur létu Gallup gera skoðanakönnun fyrir sig í febrúar og mars árið tvöþúsund og fjögur og birtu fyrst í gær. Þar var spurt að ýmsu sem lýtur að trúarskoðunum, kirkju- og greftunarsiðum. Tæplega helmingur þeirra sem tóku þátt töldu það mjög mikilvægt að trúarlegar athafnir fari fram við jarðarfarir en aðeins tæplega tíu prósent töldu það lítilvægt.

Ræða prestsins finnst rúmlega fjörutíu prósent vera mikilvægasti þáttur útfararinnar. Þrjátíu prósent telja tónlistina mikilvægasta. Samvera við aðstandendur virðist skipta litlu máli því aðeins eitt prósent telja hana mikilvægasta í útförinni. Bálfarir færast í vöxt því tæplega fjórðungur aðspurðra taldi þær ákjósanlegar á móti sötíu prósent sem enn kjósa útfarir í kistu. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæmis, segir margt hafa komið á óvart í könnuninni.

Athygli vekur að meira en helmingur trúir því að eitthvað óútskýranlegt taki við eftir dauðann og fimmtán prósent trúa því að við dauðann færist sálin yfir á annað tilverustig og sex prósent trúa endurholdgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×