Innlent

Mannfall í mótmælum gegn atvinnuástandinu í Írak

MYND/AP

Tveir létust og tuttugu og fjórir særðust í óeirðum í bænum Nasiriyah í Írak í gær. Hundruð manna gengu um götur bæjarins og mótmæltu atvinnuástandinu í landinu en þar er atvinnuleysi allverulegt. Mótmælin fóru úr böndunum og til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu sem reyndi að róa lýðinn. Gærdagurinn í Írak var sá blóðugasti frá kosningunum í síðasta mánuði en þá létust um 120 manns í sjálfsmorðsárásum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×