Breska ríkisstjórnin hefur ákveðið að endurskoða flokkun á kannabis. Kannabis hefur var lengst af flokkað í B flokki en var ekki hvað síst fyrir þrýsting frá lögreglunni, sett í C flokk fyrir nokkrum árum. Fari kannabis aftur í B flokk þýðir það þyngri viðurlög við neyslu og sölu þess. Breytingunni var ætlað að beina kröftum og eftirliti lögreglunnar að harðari eiturlyfjum eins og heróíni og krakki. Heimavarnarráðherra Bretlands, Charles Clark, hefur skipað endurskoðun á þessari ákvörðun þar sem nýjar rannsóknir sýna að kannbis hafi mun meiri áhrif á geðheilsu neytenda en áður hefur verið talið.
Breska þingið endurskoðar eiturlyfjaflokkun kannabisefna

Mest lesið








Hættir sem ritstjóri Kveiks
Innlent


Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju
Viðskipti innlent