Innlent

Frumvarp um reykingabann lagt fyrir á Alþingi í dag

Mynd/Vísir

Reykingar skulu með öllu bannaðar á veitinga- og skemmtistöðum á Íslandi frá og með 1. júní 2007 ef frumvarp sem heilbrigðisráðherra mælti fyrir í dag nær fram að ganga. Ekki eru allir þingmenn á eitt sáttir við frumvarpið og virðist afstaða til þess ganga þvert á pólitískar línur. Forræðishyggja segir Björgvin Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnar.

Frumvarpið var tekið til fyrstu umræðu á þingi í dag. Að sögn heilbrigðisráðherra er meginmarkmiðið með því a forða þeim sem ekki reykja frá skaðsemi óbeinna reykinga, vernda starsmenn veitingastaða og tryggja gott heilsufar landsmanna. Ráðherrann bendir á önnur ríki sem farið hafa sömu leið, t.d. Kaliforníuríki, Írland, Noreg og Ítalíu og segir reynsluna af banni þar góða. Segir hann sannað að tengsl séu á milli óbeinna reykinga og dauða af völdum krabbameins. Sigurður Kári Kristjánsson dregur í efa að bein tengsl séu á milli óbeinna reykinga og lungnakrabbameins. Bendir hann á skýrslu alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar frá 1988 sem ekki tókst að sanna þessi tengsl og því hafi henni verið sópað undir teppi. Spurði hann af hverju þessi skýrsla hefði ekki verið skoðuð við gerð frumvarpsins.

Björgvin G. Sigurðsson þingmaður samfylkingarinnar segir meðal annars forræðishyggju felast í frumvarpinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×