Innlent

Reykingar bannaðar með öllu á veitinga- og skemmtistöðum

Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, mælti fyrir frumvarpi um reykingarbann á Alþingi í dag. Frumvarpið felur það í sér að reykingar á veitinga- og skemmtistöðum verði bannaðar með öllu frá og með 1. júní 2007.

Markmið lagannna er að vernda starfsmenn á veitinga- og skemmtistöðum fyrir óbeinum reykingum og þeim skaða sem þær geta valdið. Ýmsir þingmenn mæltu gegn banninu á þingi í dag. Þannig sagði Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, bannið varhugavert stjórnlyndi sem í fælist forræðishyggja og skynsamlegra væri að skoða aðrar leiðir þar sem bannið hlyti að brjóta gegn friðhelgi einkalífsins. Einnig var bent á hvort ekki væri rétt að skoða aðrar leiðir eða framfylgja harðar þeim reglum sem nú eru í gildi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×