Innlent

Hægt að tapa á að kaupa ódýrari orku

Fólk getur tapað peningum á því að færa viðskipti sín frá einu raforkufyrirtæki til annars þrátt fyrir að fyrirtækið sem fólk flytur sig til rukki lægra verð fyrir orkuna.

Ástæðan er að sögn Alþýðusambands Íslands sú að ef fólk kaupir orku af fyrirtæki á einu landssvæði og fær hana flutta til sín með dreifiveitu á heimaslóðum rukka bæði fyrirtækin fyrir þjónustu sína. Annað fyrirtækið rukkar fyrir orkuna og hitt fyrir flutninginn og báðum er heimilt að innheimta seðilgjöld. Það eru einmitt seðilgjöldin sem geta gert að engu sparnaðinn af því að kaupa ódýrari raforku fyrir heimilið og jafnvel verið hærri en sem nemur fyrirhuguðum sparnaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×