Lífið

Ánægjulegt sumar í miðasölu

Sigurvegari sumarsins
Jack Sparrow og félagar eru ótvíræðir sigurvegara sumarsins en framhaldsmyndin um sjóræningjnana á Karabíska hafinu er í sjöunda sæti yfir mest sóttu myndirnar.
Sigurvegari sumarsins Jack Sparrow og félagar eru ótvíræðir sigurvegara sumarsins en framhaldsmyndin um sjóræningjnana á Karabíska hafinu er í sjöunda sæti yfir mest sóttu myndirnar.

Kvikmyndaverin héldu niðri í sér andanum þegar sumarið gekk í garð. Í fyrra urðu þau fyrir stórum og óþægilegum skellum en virðast hafa veðjað á rétta hesta að þessu sinni.

Kvikmyndafyrirtækin í Englaborginni ráða sér vart fyrir kæti. Þrátt fyrir bölsýnisspár um að síaukið niðurhal af netinu og þreyttar ofurstjörnur væru að ganga af sumarsmellunum dauðum reyndist þetta votviðrasama sumar hið besta fyrir kvikmyndaiðnaðinn í Bandaríkjunum. Gróðinn af miðasölu jókst um rúm sex prósent frá því í fyrra og munar þar mestu um framhaldsmyndina Pirates of the Caribbean: Dead Mans Chest en aðsóknin á hana hefur verið vægast sagt lygileg.

Frábær byrjun
Vonbrigðin Þriðja myndin í Mission Impossible flokknum reyndist vera vonbrigði í miðasölu þrátt fyrir að gagnrýnendur hefðu verið ákaflega ánægðir.
Sumarið í ár jafnast næstum á við þá miklu velgengni sem var í gangi fyrir tveimur árum. Markaðssérfræðingar þar vestra eru sammála um að ein megin ástæðan sé sú að ekki hafi borið jafn mikið á neikvæðri umfjöllun um komandi kvikmyndir í ár líkt og í fyrra þegar fjölmiðlar skemmtu sér konunglega yfir því að spá hvaða stórmynd myndi koma verst út. Ef hvert sumar væri eins og þetta væri allt í himnalagi, sagði Paul Dergarabedian, framkvæmdarstjóri Exhibitior Relations.

Jeff Blake, stjórnarmaður hjá Sony, sagði að kvikmyndahúsagestir hefðu ætíð fundið eitthvað við sitt hæfi í hverri viku. Í hverri einustu viku voru frumsýndar ein til tvær myndir sem fólk vildi sjá en slíkt var ekki í gangi síðasta sumar, sagði Blake við blaðamann AP fréttastofunnar en Sony dreifði smellum á borð við Da Vinci Code og Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby með Will Ferrell. Í fyrra var það þannig að fólk hugsaði með sjálfu sér; við skulum ekki fara í bíó núna, bætti Blake við. Gullnáman hjá Disney
Stóðst væntingar Superman Returns stóð undir væntingum en ekkert meir en það. Næsta mynd gæti hins vegar slegið öll met.
Sigurvegari sumarsins er án nokkurs vafa hið fornfræga veldi Disney. Sjóræningjamyndin um Jack Sparrow og ævintýri has er þegar komin í sjöunda sætið yfir mest sóttu myndir allra tíma og ekki sakaði að teiknimyndin Cars frá Pixar gerði góða hluti í miðasölu. Hvorugar þessara mynd fengu neina glimrandi dóma en áhorfendur virtust falla fyrir þeim. Á síðasta ári var svo mikil neikvæðni í gangi hjá bæði fjölmiðlum og almenningi. Sumarið fékk glimrandi byrjun og okkur tókst að halda henni við, sagði Chuck Viane hjá dreifingardeild Disney - fyrirtækinu. Óvænt vonbrigðiÞrátt fyrir að bjartsýni og gleði einkenni kvikmyndaiðnaðinn að loknu þessu sumri voru ekki allri sem gengu sælir og glaðir frá borði. Paramount - kvikmyndaverið var til að mynda allt annað en sátt við útkomu Mission Impossible III sem búist hafði verið við að myndi slá í gegn. Tom Cruise trekkti hins vegar ekki jafn vel að og oft áður og í kjölfarið ákvað forstjóri Paramount,Summer Redstone, að slíta fjórtán ára samstarfi sínu við Cruise.

Superman Returns tókst ekki að ná inn þeim upphæðum sem búist hafði verið við. Stóðst eingöngu þær kröfur sem til hennar voru gerðar en hafði verið við meiru af henni þar sem bæði X - Men og Köngulóarmaðurinn höfðu sýnt og sannað að kvikmyndahúsagestir vildu gjarnan sjá ofurhetjurnar á hvíta tjaldinu.

Fáar kvikmyndir sem voru frumsýndar í sumar urðu fyrir einhverjum verulegum skelli. Garfield: Tale of two Kitties og nýjasta mynd Umu Thurman, My Super Ex - Girlfriend gerðu þó engan veginn þá hluti sem búist hafði verið við og Miami Vice, Poseidon og Lady in the Water tókst að klöngrast í gegnum sumarið án þess að færa peningamönnunum einhverja sérstaka gleði en teljast þó hafa gert sitt til að halda þeim góðum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.