Innlent

Íranar aflétta banni af CNN

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans. MYNd/AP

Írönsk stjórnvöld hafa dregið til baka bann um að fréttamenn CNN starfi í landinu. Banninu var komið á í gær vegna þess að fréttastöðin þýddi rangt orð Mahmouds Ahmadinejads, forseta Írans, sem sagði Írana hafa rétt til þess að nýta sér kjarnorkutækni. CNN þýddi orð hans hins vegar svo að Íranar hefðu rétt á að nota kjarnorkuvopn.

Harðlínumenn sökuðu CNN um að fara vísvitandi með rangt mál í þeirri viðkvæmu deilu sem nú er um kjarnorkumál Írana en eftir að fréttastöðin sjálf baðst afsökunar var fréttamannabanninu aflétt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×