Innlent

Steingrímur slasaðist töluvert í veltu

MYND/Hari

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, liggur slasaður á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss. Hann er ekki í lífshættu en töluvert slasaður eftir að bíll sem hann ók valt í Bólstaðahlíðarbrekku ofan við Húnaver í gærkvöldi. Steingrímur var einn í bílnum. Bíllinn valt nokkarar veltur og samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum er hann töluvert slasaður en ástand hans er sagt stöðugt og hann með góða meðvitund.

Björgunarmenn þurftu að klippa flakið utan af Steingrími og var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð til aðstoðar. Flugmenn hennar brutust norður í éljagangi og afar slæmu skyggni og gátu loks lent á Blönduósi, þangað sem Steingrímur var fluttur. Þaðan flaug þyrlan með hann til Reykjavíkur þar sem lent var á þriðja tímanum í nótt og liggur hann á gjörgæsludeild Landsspítalans. Hann mun þó ekki vera í lífshættu eins og áður sagði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×