Innlent

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar 80 ára í dag

MYND/Pjetur

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar fagnar í dag 80 ára afmæli sínu.Fram kemur á heimasíðu BSRB að stjórn og fulltrúaráð félagsins hafiákveðið að minnast þessara merku tímamóta með ýmsum hætti. Viðamesta framtak félagsins í tilefni afmælisins verðiað styðja við bakið á starfsemi í þágu barna og ungs fólks með fjárframlögum.

Barna- og unglingageðdeild LSH mun njóta góðs af framtakinu og einnig Fjölsmiðjan í Kópavogi en hún starfrækir, með meiru, verkþjálfunar- og framleiðslusetur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-24 ára. Þá munu stjórn og fulltrúaráð efna til nokkurra viðburða á afmælisárinu fyrir félagsmenn og velunnara félagsins.

Félagsmenní Starfsmannafélaginu erurösklega þrjú þúsund og konur í miklum meirihluta, eða 66 prósent. Þá hefur deild eftirlaunafólks verið starfandi innan félagsins frá 1978 og hefur innan sinna raða yfir 600 manns.Starfsmannafélagið var á meðal stofnaðila BSRB árið 1942 og er nú annað fjölmennasta félagið innan vébanda þess.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×