Innlent

Flutningaskip til móts við dráttarbát

Flutningaskipið, sem hefur verið á reki norðaustur af landinu síðan í fyrradag, siglir nú löturhægt til móts við dráttarbát, sem er á leið frá Noregi til að sækja skipið, en það var á leið til Grundartanga þegar aðalvélin bilaði. Skipverjum tókst að lappa eitthvað upp á hana síðdegis í gær, en skipið getur aðeings siglt á um þriggja sjómílna hraða, sem er brot af eðlilegum hraða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×