Innlent

Fékk verðlaun fyrir drottningu

Ánægður með verðlaunin Dorrit Moussaieff faðmar Darra Snæ Nökkvason, sennilegast undir áhrifum frá krúttlegri mynd unga listamannsins sem hann var verðlaunaður fyrir á Bessastöðum í gær. Ólafur Ragnar Grímsson forseti afhenti verðlaunin og brosir þarna breitt.
Ánægður með verðlaunin Dorrit Moussaieff faðmar Darra Snæ Nökkvason, sennilegast undir áhrifum frá krúttlegri mynd unga listamannsins sem hann var verðlaunaður fyrir á Bessastöðum í gær. Ólafur Ragnar Grímsson forseti afhenti verðlaunin og brosir þarna breitt.

Darri Snær Nökkvason fékk heldur betur góðar móttökur á Bessastöðum þegar verðlaun voru afhent í Skákmyndasamkeppni Hróksins í gær. Viðtökur forsetafrúarinnar voru vel við hæfi því Darri Snær fékk verðlaun fyrir krúttlegustu myndina. Ég teiknaði drottningu sem hélt sér fast í kónginn því hún var að detta af skákborðinu, sagði Darri Snær sem er níu ára Hornfirðingur.

Verðlaun fyrir frumlegustu myndina hlutu Guðbjörg Þóra Stefánsdóttir og Ásdís Rós Alexandersdóttir, fyrir skemmtilegstu myndina hlaut Hólmfríður Ásbjarnardóttir fyrstu verðlaun. Sérstök aukaverðlaun voru veitt fyrir skúlptúr sem heitir í höfuðið á skákfélaginu en það verk er eftir Asra Rán Björt Z. Samper.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×