Kanu til Portsmouth

Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth hefur gengið frá eins árs samningi við Nígeríumanninn Kanu, sem áður lék til að mynda með Arsenal og West Brom. Kanu er 31 árs gamall og er fimmti leikmaðurinn sem Harry Redknapp kaupir í sumar. Redknapp er í miklum vandræðum með meiðsli framherja sinna og því ætti Kanu að reynast honum happafengur nú rétt fyrir upphaf leiktíðar á Englandi.