Innlent

Tekinn fyrir hraðakstur á leið í áfengisverslun

Lögreglan hafði einnig afskipti af þremur ökumönnum sem óku án þess að hafa réttindi.
Lögreglan hafði einnig afskipti af þremur ökumönnum sem óku án þess að hafa réttindi. MYND/Haraldur

Allmargir hafa verið teknir fyrir hraðakstur í höfuðborginni síðustu daga. Einn þeirra sem lögreglan hafði afskipti af stöðvaði ekki bifreið sína fyrr en hann kom að áfengisverslun. Þegar þangað var komið tilkynnti hann lögreglunni að hann hefði nauðsynlega þurft að ná þangað fyrir lokun. Maðurinn var sviptur ökuleyfi en við leit í bíl hans fundust fíkniefni.

Á Lögregluvefnum er einnig sagt frá því að þrír hafi verið teknir fyrir ölvunarakstur í gær og einn fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Lögreglan hafði einnig afskipti af þremur ökumönnum sem óku án þess að hafa réttindi. Fullorðinn karlmaður var stöðvaður í umferðinni í gær en að mati læknis þótti hann ekki hæfur til að stjórna ökutæki.

Þrettán umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík á síðasta sólarhring. Flest voru þau minniháttar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×