Það vinnur enginn fyrirfram Meistaradeildina í hestaíþróttum 28. desember 2006 07:45 "Það vinnur enginn fyrirfram Meistaradeildina í hestaíþróttum en það er gott ef menn eru á tánum og ætla sér að vinna" sagði Sigurður Sigurðarson hrossabóndi í Þjóðólfshaga við blaðamann Hestafrétta um ummæli Atla Guðmundssonar þar sem hann sagðist ætla að vinna Meistaradeildina á næsta ári. Sigurður er búinn að keppa í Meistaradeildinni frá upphafi og hefur hann unnið hana einu sinni og í tvígang hafnað í öðru sæti. Sigurður ætlar að tefla fram Drífu frá Hafsteinsstöðum í fljúgandi skeiðið og ætlar jafnvel að koma með hana líka í gæðingaskeiðið en Sigurður gerði góða hluti á henni í sumar þar sem hann fékk m.a eina af hæstu einkunnum fyrir gæðingaskeið, vann Reykjarvíkurmeistaramótið og varð í öðru sæti á henni á Íslandsmóti. Sigurður varð í þriðja sæti í fjórgangi á Sporði frá Höskuldsstöðum í deildinni nú í ár, "ég er með þrjá mjög efnilega fola sem koma til greina í fjórganginn, þar á meðal Yl frá Akranesi 6 vetra undan Hrafni frá Garðabæ, Kóp frá Hvalsnesi sem er undan Feyki frá Hafsteinsstöðum og svo er ég með Rauðanúp frá Sauðárkróki en hann er undan Stíganda frá Sauðárkróki. Þessir allir koma vel til greina, það er bara að sjá hvernig þeir koma til og ákvörðun tekin þegar nær dregur að deildinni" "Sturla frá Hafsteinsstöðum er lofandi hestur og stefni ég með hann í fimmganginn, þessi klár lofar mjög góðu og svo er það Skuggabaldur frá Litla Dal, þessir koma báðir til greina" sagði Sigurður. En hvað um töltið? Það gekk nú ekki allt upp hjá þér á Spes frá Hrólfsstaðarhelli í síðustu keppni í deildinni? "Nei það er rétt ég lenti í 10 sæti í töltinu, prógrammið klikkaði aðeins hjá mér og skal það ekki koma fyrir aftur" Stefnir þú með hana aftur töltið? "Nei en það koma til greina tveir hestar, en það eru Hektor frá Dalsminni og Rauðinúpur frá Sauðárkróki en að sjálfsögðu metur maður stöðuna þegar að töltinu kemur. Hvernig leggst svo Meistaradeildin í kappann? "Hún leggst vel í mig og hvet ég sem flesta til að skrá sig í úrtökuna og vera með, og gaman væri að sjá topp knapa taka þátt í næstu Meistaradeild eins og Olil Amble, Einar Öder, Þórð Þorgeirsson ásamt ýmsum öðrum" sagði Sigurður Sigurðarson að lokum. Allt um Meistaradeildina í Hestaíþróttum á www.hestafrettir.is Hestar Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira
"Það vinnur enginn fyrirfram Meistaradeildina í hestaíþróttum en það er gott ef menn eru á tánum og ætla sér að vinna" sagði Sigurður Sigurðarson hrossabóndi í Þjóðólfshaga við blaðamann Hestafrétta um ummæli Atla Guðmundssonar þar sem hann sagðist ætla að vinna Meistaradeildina á næsta ári. Sigurður er búinn að keppa í Meistaradeildinni frá upphafi og hefur hann unnið hana einu sinni og í tvígang hafnað í öðru sæti. Sigurður ætlar að tefla fram Drífu frá Hafsteinsstöðum í fljúgandi skeiðið og ætlar jafnvel að koma með hana líka í gæðingaskeiðið en Sigurður gerði góða hluti á henni í sumar þar sem hann fékk m.a eina af hæstu einkunnum fyrir gæðingaskeið, vann Reykjarvíkurmeistaramótið og varð í öðru sæti á henni á Íslandsmóti. Sigurður varð í þriðja sæti í fjórgangi á Sporði frá Höskuldsstöðum í deildinni nú í ár, "ég er með þrjá mjög efnilega fola sem koma til greina í fjórganginn, þar á meðal Yl frá Akranesi 6 vetra undan Hrafni frá Garðabæ, Kóp frá Hvalsnesi sem er undan Feyki frá Hafsteinsstöðum og svo er ég með Rauðanúp frá Sauðárkróki en hann er undan Stíganda frá Sauðárkróki. Þessir allir koma vel til greina, það er bara að sjá hvernig þeir koma til og ákvörðun tekin þegar nær dregur að deildinni" "Sturla frá Hafsteinsstöðum er lofandi hestur og stefni ég með hann í fimmganginn, þessi klár lofar mjög góðu og svo er það Skuggabaldur frá Litla Dal, þessir koma báðir til greina" sagði Sigurður. En hvað um töltið? Það gekk nú ekki allt upp hjá þér á Spes frá Hrólfsstaðarhelli í síðustu keppni í deildinni? "Nei það er rétt ég lenti í 10 sæti í töltinu, prógrammið klikkaði aðeins hjá mér og skal það ekki koma fyrir aftur" Stefnir þú með hana aftur töltið? "Nei en það koma til greina tveir hestar, en það eru Hektor frá Dalsminni og Rauðinúpur frá Sauðárkróki en að sjálfsögðu metur maður stöðuna þegar að töltinu kemur. Hvernig leggst svo Meistaradeildin í kappann? "Hún leggst vel í mig og hvet ég sem flesta til að skrá sig í úrtökuna og vera með, og gaman væri að sjá topp knapa taka þátt í næstu Meistaradeild eins og Olil Amble, Einar Öder, Þórð Þorgeirsson ásamt ýmsum öðrum" sagði Sigurður Sigurðarson að lokum. Allt um Meistaradeildina í Hestaíþróttum á www.hestafrettir.is
Hestar Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira