Innlent

Fleiri taka þátt í setuverkfalli

Starfsfólk á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi og á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum, hafa bæst í hóp þeirra starfsmanna sem ætla að mótmæla lélegum kjörum með setuverkfalli á morgun og á föstudag. Hópur þessa starfsfólks mun koma saman í Alþingishúsinu á morgun klukkan eitt, til að afhenda fjármálaráðherra undirskriftarlista, þar sem skorað er á stjórnvöld að bregðast við ástandinu á dvalar- og hjúkrunarheimilum landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×