Innlent

Vilja endurskoðun á verkferlum á Kárahnjúkum

Rafiðnaðarsamband Íslands, Starfsgreinasamband Íslands, Samiðn og Alþýðusamband Íslands segja aukna tíðni slysa og veikinda við Kárahnjúka á undanförnum mánuðum kalla á endurskoðun á öllum verkferlum hvað varðar framkvæmd eftirlits með öryggismálum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem landsamböndin hafa sent frá sér. Þá krefjast samböndin þess að hluteigandi eftirlitsaðilar taki saman skýrslu um orsakir þessarar þróunar og komi með tillögur um úrbætur ef í ljós kemur að núverandi eftirlit er ekki fullnægjandi. Í fréttatilkynningunni segja lanssamböndin harma þau banaslys sem orðið hafa við Kárahnjúka og votta fjölskyldum hinna látnu, samúð á þessum erfiðu tímum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×