Innlent

Bílvelta við Landakot

Bíll valt við Landakotsspítalann í Reykjavík rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Engi slys urðu á fólki en bílstjórinn var einn í bílnum. Sjúkrabíll var sendur á staðinn en ekki reyndist þörf á honum. Ekki er vitað hvernig slysið bar til, en bíllinn var á leið vestureftir Túngötu, þegar hann rakst utan í v egrið og valt á toppinn. Túngötunni var lokað um tíma á meðan lögregan rannsakaði vettvang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×