Innlent

Aðeins níu karlmenn skráðir atvinnulausir á Vestfjörðum

Frá Tálknafirði.
Frá Tálknafirði. Mynd/Vilhelm

Aðeins níu karlmenn eru skráðir atvinnulausir á Vestfjörðum en hvergi á landinu eru eins fáir karlmenn skráðir atvinnulausir. Fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá því að í byrjun árs hafi 20 karlmenn verið skráðir en þeim hafi fækkað jafnt og þétt. Auk karlanna níu voru 59 konur á skrá yfir atvinnulausa á Vestfjörðum í byrjun aprílmánaðar samkvæmt tölu Vinnumálastofnunar. Á vef Svæðisvinnumiðlunar Vestfjarða eru auglýst 39 störf í boði sem mestmegnis eru við fiskvinnslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×