Innlent

Leki kom að bát í Ólafsvíkurhöfn

Slökkvilið Snæfellsbæjar var kallað út að höfninni í Ólafsvík á áttunda tímaum í morgun en leki hafði komið að bát í höfninni. Báturinn var kominn því sem næst á hliðina þegar hafnarstarfsmenn tóku eftir honum við eftirlit og kölluðu á slökkvilið. Um klukkustund tók að dæla upp úr bátnum en kælirör hafði tærst með þeim afleiðingum að báturinn fór að leka. Báturinn, Dóra BA 24, er um tíu tonna bátur sem hefur legið í höfninni í nokkur ár. Dóra BA 24 er bundin milli tveggja báta, en þeir voru farnir að hallst vegna lekans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×