Innlent

Gistinóttum á hótelum fjölgar um 5,5% í febrúar

Mynd/vísir

Gistinóttum á hótelum í febrúar fjölgaði um 5,5% milli ára samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar yfir gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem gistinætur fóru úr 3.300 í 5.600 milli ára eða um 68%. Aukningin var aðeins 1,5% á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. Athygli vekur að íslenskum gestum fjölgaði mun meira en erlendum eða um tæp 14% en erlendum gestum fjölgaði aðeins um 2%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×