Thuram býður heimilislausum á völlinn 6. september 2006 15:02 Lilian Thuram hefur gagnrýnt stjórnmálamenn í Frakklandi harðlega fyrir hægrisinnuð vinnubrögð í málum innflytjenda NordicPhotos/GettyImages Franski landsliðsmaðurinn Lilian Thuram hefur valdið nokkru fjaðrafoki í heimalandi sínu með því að bjóða 80 heimilislausum innflytjendum á leik Frakka og Ítala í París í kvöld, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn og leikur Makedóníu og Englands verður sýndur beint á Sýn Extra klukkan 20. Þetta uppátæki Thuram hefur vakið mikla athygli í Frakklandi og vakti að sama skapi litla hrifningu hægrisinnaðra stjórnmálamanna þar í landi, en mörgum er enn í fersku minni óeirðirnar sem áttu sér stað í Frakklandi í fyrra og áttu rót að rekja til heimilislausra innflytjenda. Einn innflytjendanna sem Thuram hefur boðið á leikinn í kvöld sagði þetta senda sterk skilaboð um það að franska landsliðið kærði sig kollótt um þjóðerni eða húðlit íbúa í landinu. Það þótti bera vott um hræsni í sumar þegar aðstandendur franska landsliðsins rómuðu fjölþjóðasveitina sem spilaði fyrir hönd þjóðarinnar, en á meðan væri upplausn í málum innflytjenda í landinu. Talsmaður hægrimanna í frönskum stjórnmálum tók uppátæki Thuram illa og sagði hlutverk knattspyrnumanna vera að spila fótbolta og benti á að á meðan fjöldi Frakka væri á biðlista eftir húsnæði, væru stjórnvöld að eyða púðri í að hýsa ólöglega innflytjendur í landinu. Íþróttamálaráðherra Frakka segir hinsvegar að landsliðsmönnunum sé frjálst að bjóða hverjum sem þeir vilja á leiki landsliðsins, en ættu þó að fara varlega í þeim efnum og gæta þess að misnota ekki nafn landsliðsins. Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakka, hefur lofað að herða reglur um ólöglega innflytjendur í landinu til muna eftir óeirðirnar í fyrra og stefnir að því að vísa þúsundum þeirra úr landi á árinu. Thuram hefur gagnrýnt ráðherrann harðlega og því fer uppátæki hans í dag væntanlega illa í ráðherrann. Tæpar 5 milljónir innflytjenda eru sagðar búa í Frakklandi í dag og talið er að á milli 200-400.000 þeirra séu ólöglegir innflytjendur. Lilian Thuram og Thierry Henry í franska landsliðinu eiga ættir að rekja til Vestur Indía og þá eru leikmenn eins og Claude Makelele og Patrick Vieira ættaðir frá Afríku. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sjá meira
Franski landsliðsmaðurinn Lilian Thuram hefur valdið nokkru fjaðrafoki í heimalandi sínu með því að bjóða 80 heimilislausum innflytjendum á leik Frakka og Ítala í París í kvöld, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn og leikur Makedóníu og Englands verður sýndur beint á Sýn Extra klukkan 20. Þetta uppátæki Thuram hefur vakið mikla athygli í Frakklandi og vakti að sama skapi litla hrifningu hægrisinnaðra stjórnmálamanna þar í landi, en mörgum er enn í fersku minni óeirðirnar sem áttu sér stað í Frakklandi í fyrra og áttu rót að rekja til heimilislausra innflytjenda. Einn innflytjendanna sem Thuram hefur boðið á leikinn í kvöld sagði þetta senda sterk skilaboð um það að franska landsliðið kærði sig kollótt um þjóðerni eða húðlit íbúa í landinu. Það þótti bera vott um hræsni í sumar þegar aðstandendur franska landsliðsins rómuðu fjölþjóðasveitina sem spilaði fyrir hönd þjóðarinnar, en á meðan væri upplausn í málum innflytjenda í landinu. Talsmaður hægrimanna í frönskum stjórnmálum tók uppátæki Thuram illa og sagði hlutverk knattspyrnumanna vera að spila fótbolta og benti á að á meðan fjöldi Frakka væri á biðlista eftir húsnæði, væru stjórnvöld að eyða púðri í að hýsa ólöglega innflytjendur í landinu. Íþróttamálaráðherra Frakka segir hinsvegar að landsliðsmönnunum sé frjálst að bjóða hverjum sem þeir vilja á leiki landsliðsins, en ættu þó að fara varlega í þeim efnum og gæta þess að misnota ekki nafn landsliðsins. Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakka, hefur lofað að herða reglur um ólöglega innflytjendur í landinu til muna eftir óeirðirnar í fyrra og stefnir að því að vísa þúsundum þeirra úr landi á árinu. Thuram hefur gagnrýnt ráðherrann harðlega og því fer uppátæki hans í dag væntanlega illa í ráðherrann. Tæpar 5 milljónir innflytjenda eru sagðar búa í Frakklandi í dag og talið er að á milli 200-400.000 þeirra séu ólöglegir innflytjendur. Lilian Thuram og Thierry Henry í franska landsliðinu eiga ættir að rekja til Vestur Indía og þá eru leikmenn eins og Claude Makelele og Patrick Vieira ættaðir frá Afríku.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sjá meira