Innlent

Hlöllabátum fórnað til að rýma fyrir Zimsenhúsinu?

Zimsen húsið Hið sögufræga hús var flutt í byrjun maí til tímabundinnar geymslu út á Granda.
Zimsen húsið Hið sögufræga hús var flutt í byrjun maí til tímabundinnar geymslu út á Granda. MYND/Arnór

Fyrirtækið Minjavernd hefur lagt fram sex tillögur um nýja staðsetningu fyrir Zimsenhúsið sem áður var í Hafnarstræti.

Fyrsta tillaga Minjaverndar er að Hlöllabátar og ísbúð á Ingólfstorgi verði rifin og Zimsen húsinu komið fyrir þar.

„Sú starfsemi gæti flust inn í húsið ef vill en að öðru leyti nýttist það fyrir verslun eða þjónustu. Kostir eru meðal annars þeir að auka skjól á Ingólfstorgi en galli að kaupa þyrfti upp fyrir­liggjandi eignir eða útvega viðkomandi rekstri endurgjaldslaust húsnæði í staðinn," segir Minjavernd.

„Þetta hljómar skelfilega. Húsin eru ekki til sölu," segir Sigurður H. Garðarsson, sem á bæði rekstur Hlöllabáta og ísbúðarinnar og fasteignirnar sjálfar, aðspurður um hvernig honum lítist á hugmyndir Minjaverndar.

Athyglisvert er að Minjavernd ræddi ekki við Sigurð um málið áður en hugmyndir fyrirtækisins voru lagðar fyrir borgaryfirvöld. Ef menn eru með svona hugmyndir þá eiga þeir náttúrulega að tala við mann áður en þeir fara lengra með þær," segir Sigurður sem hafði ekki heyrt um hugmyndir Minjaverndar fyrr en Fréttablaðið færði honum tíðindin. „Maður er bara heppinn að sitja."

Minjavernd telur bílastæði við Grófina vera aðgengilegustu staðsetninguna fyrir Zimsenhúsið. Það er í eigu borgarinnar sjálfra. „Það styður ágætlega önnur hús sömu kynslóðar í kring," segir Minjavernd um þá lóð.

Hinir fjórir staðirnir sem Minjavernd nefnir eru sunnanvert við Ingólfstorg, Viðey, horn Bergstaðastrætis og Spítalastígs og í núverandi götustæði við Grófina 1.

Tillögur Minjaverndar voru ræddar á síðasta fundi stjórnar skipulagssjóðs Reykjavíkur. Á fundinum kom fram að Minjavernd væri ekki ein um áhuga á húsinu. Lýsti stjórnin jafnframt vilja sínum til þess að í húsinu yrði áfram verslunarrekstur. gar@frettabladid.is

Hlöllabátar Hús Hlöllabáta var byggt árið 1994.mynd/þök


.
Þorsteinn Bergsson. Framkvæmdastjóri Minjaverndar hf.MYND/GVA


.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×