Gunnar lenti í kröppum dansi 12. apríl 2006 00:01 Mattias Jonsson sést hér tækla Gunnar illa í leiknum á mánudagskvöldið. Jonsson fékk rautt spjald fyrir vikið. fréttablaðið/scanpix Gunnar Þór Gunnarsson hefur vakið verðskuldaða athygli í Svíðþjóð eftir að hann gekk til liðs við Hammarby á dögunum. Gunnar fór beint í byrjunarliðið og spilaði á mánudaginn í stærsta leik Hammarby á tímabilinu, í Stokkhólmsslagnum gegn Djurgarden. "Leikurinn og allt í kringum hann var svakaleg upplifun sem verður mér lengi í minni. Umfangið í kringum leikinn er stórt og mikið, bæði hjá leikmönnum og stuðningsmönnunum," sagði Gunnar við Fréttablaðið í gær. Hinn íslendingurinn hjá liðinu, Pétur Marteinsson, tók í sama streng. "Það eru miklar tilfinningar í gangi í svona stórleik sem er hrein barátta um Stokkhólm," sagði Pétur en Gunnar var mikið í sviðsljósinu í leiknum. Sænski landsliðsframherjinn Matthias Jonson var úti á hægri kanti þar sem hann sendi boltann fyrir, boltinn hrökk í hendina á Gunnari en ekki var um vítaspyrnu að ræða. Gunnar hreinsaði síðan boltann frá en Jonsson kom aðvífandi og þrumaði í fótinn á Gunnari. Báðir lágu þeir óvígir á vellinum en eftir að hafa ráðfært sig við aðstoðardómarann rak dómarinn Jonsson af velli. "Þetta var aldrei hendi, ég var með hendina upp að líkamanum. Ég hreinsaði svo boltann þegar hann kom of seint inn og þrumaði í kálfann á mér. Þetta var virkilega óþægilegt en sem betur fer náði ég að halda áfram og verð tilbúinn í næsta leik. Það blæddi aðeins inn á kálfann en ég tek því bara aðeins rólega fyrir vikið," sagði Gunnar Þór í gær. "Það var mikið líf í kringum þetta og allt gjörsamlega brjálað á vellinum. Ég var ekki alveg sáttur við Jonsson og vildi gera líf úr þessu til þess að dómarinn tæki þetta alvarlega, og ég lét hann því heyra það all hressilega. Þú sparkar ekkert í litla íslendinginn hjá Hammarby, maður verður að verja kjúklinginn," sagði Pétur í gamansönum tón en leiknum lauk með markalausu jafntefli. Pétur segir að mikil ánægja sé með frammistöðu Gunnars hjá félaginu. "Hann spilar þennan leik fyrir framan brjálaða áhorfendur, 30 þúsund talsins, sem er eitthvað sem hann hefur aldrei kynnst ,en hann stóðst prófið og rúmlega það," sagði Pétur. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Fleiri fréttir Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð Sjá meira
Gunnar Þór Gunnarsson hefur vakið verðskuldaða athygli í Svíðþjóð eftir að hann gekk til liðs við Hammarby á dögunum. Gunnar fór beint í byrjunarliðið og spilaði á mánudaginn í stærsta leik Hammarby á tímabilinu, í Stokkhólmsslagnum gegn Djurgarden. "Leikurinn og allt í kringum hann var svakaleg upplifun sem verður mér lengi í minni. Umfangið í kringum leikinn er stórt og mikið, bæði hjá leikmönnum og stuðningsmönnunum," sagði Gunnar við Fréttablaðið í gær. Hinn íslendingurinn hjá liðinu, Pétur Marteinsson, tók í sama streng. "Það eru miklar tilfinningar í gangi í svona stórleik sem er hrein barátta um Stokkhólm," sagði Pétur en Gunnar var mikið í sviðsljósinu í leiknum. Sænski landsliðsframherjinn Matthias Jonson var úti á hægri kanti þar sem hann sendi boltann fyrir, boltinn hrökk í hendina á Gunnari en ekki var um vítaspyrnu að ræða. Gunnar hreinsaði síðan boltann frá en Jonsson kom aðvífandi og þrumaði í fótinn á Gunnari. Báðir lágu þeir óvígir á vellinum en eftir að hafa ráðfært sig við aðstoðardómarann rak dómarinn Jonsson af velli. "Þetta var aldrei hendi, ég var með hendina upp að líkamanum. Ég hreinsaði svo boltann þegar hann kom of seint inn og þrumaði í kálfann á mér. Þetta var virkilega óþægilegt en sem betur fer náði ég að halda áfram og verð tilbúinn í næsta leik. Það blæddi aðeins inn á kálfann en ég tek því bara aðeins rólega fyrir vikið," sagði Gunnar Þór í gær. "Það var mikið líf í kringum þetta og allt gjörsamlega brjálað á vellinum. Ég var ekki alveg sáttur við Jonsson og vildi gera líf úr þessu til þess að dómarinn tæki þetta alvarlega, og ég lét hann því heyra það all hressilega. Þú sparkar ekkert í litla íslendinginn hjá Hammarby, maður verður að verja kjúklinginn," sagði Pétur í gamansönum tón en leiknum lauk með markalausu jafntefli. Pétur segir að mikil ánægja sé með frammistöðu Gunnars hjá félaginu. "Hann spilar þennan leik fyrir framan brjálaða áhorfendur, 30 þúsund talsins, sem er eitthvað sem hann hefur aldrei kynnst ,en hann stóðst prófið og rúmlega það," sagði Pétur.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Fleiri fréttir Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð Sjá meira