Baráttujafntefli í Krikanum 11. ágúst 2006 10:00 tryggvi sterkur Tryggvi Guðmundsson skoraði tvö góð mörk í gær og lék vel fyrir FH. Fótbolti Eftir snarpa byrjun Fylkismanna náði FH fljótt góðum tökum á leiknum og komst yfir á 7. mínútu. Dennis Siim, sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir FH í sumar, átti góða sendingu á Tryggva Guðmundsson, sem kom boltanum í netið eftir einfaldan samleik við André Lindbaek. Vel gert hjá Tryggva. Páll Einarsson, leikmaður Fylkis, komst í dauðafæri í byrjun leiks en Daði Lárusson varði slakt skot hans. Fylkismenn gáfust ekki upp og þjörmuðu að FH-ingum með ágætis spilamennsku, en gekk illa að skapa marktækfæri. Eftir hornspyrnu jafnaði Fylkir metin með ansi skrautlegu marki. Daða Lárussyni mistókst að kýla boltann frá markinu með þeim afleiðingum að boltinn endaði í marki FH-inga. Slysalegt sjálfsmark hjá Daða, svo ekki sé meira sagt. Á 25. mínútu bætti Tryggvi öðru marki sínu við eftir fallega sendingu frá Ólafi Páli Snorrasyni. Arnar Þór Úlfarsson gleymdi sér í varnarleiknum og það nýtti Tryggvi sér vel. FH því komið með forystu að nýju. Seinni hálfleikurinn byrjaði fjörlega. André Lindbæk fékk fyrsta færi í seinni hálfleik þegar hann kom ágætis skoti á markið úr teignum, en Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, sá við honum. Fylkismenn léku ágætlega á upphafsmínútum seinni hálfleiks en gekk sem fyrr, erfiðlega að skapa marktækifæri. Páll Einarsson sýndi lipra takta þegar hann lagði upp færi fyrir Christian Christiansen en Ármann Smári Björnsson, sem nýlega var valinn í A-landsliðshópinn í fyrsta skipti, bjargaði með skriðtæklingu á síðustu stundu. Lítið jafnvægi var í miðjuspili beggja liða en það voru einna helst Eyjólfur Héðinsson og Sigurvin Ólafsson sem glöddu augað með góðum leikskilningi. Páll Einarsson, sem hafði ekki látið mikið til sín taka, jafnaði leikinn á 60. mínútu með fallegu skoti efst í markhornið úr þröngu færi. Fylkismenn héldu áfram að sækja eftir markið en FH-ingum tókst smá saman að koma skerpa sóknarleikinn, og ná með því yfirhöndinni í leiknum. En markið lét þó á sér standa. Þrátt fyrir að FH oft leikið betur en í gær, þá virðist fátt geta komið í veg fyrir að leikmenn liðsins fagni Íslandsmeistaratitlinum þriðja árið í röð. Fylkismenn þurfa hins vegar, eins og önnur lið í deildinni, að berjast fyrir sæti sínu sínu fram í síðustu umferð. Þeir þurfa þó ekki að hafa áhyggjur ef leikmenn berjast eins og þeir gerðu í seinni hálfleik í gær. Íþróttir Mest lesið Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Logi skoraði sjálfsmark í sigri Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Heiðdís leggur skóna á hilluna Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ Guðmundur Leó bætti annað mótsmet Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Djokovic fær frípassa í átta manna úrslit Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago „Markvörðurinn þarf stundum að kveikja í vörninni“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sú besta í heimi er ólétt Dagskráin: Barist um sæti í Super Bowl og stórleikur Arsenal og Man Utd Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sjá meira
Fótbolti Eftir snarpa byrjun Fylkismanna náði FH fljótt góðum tökum á leiknum og komst yfir á 7. mínútu. Dennis Siim, sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir FH í sumar, átti góða sendingu á Tryggva Guðmundsson, sem kom boltanum í netið eftir einfaldan samleik við André Lindbaek. Vel gert hjá Tryggva. Páll Einarsson, leikmaður Fylkis, komst í dauðafæri í byrjun leiks en Daði Lárusson varði slakt skot hans. Fylkismenn gáfust ekki upp og þjörmuðu að FH-ingum með ágætis spilamennsku, en gekk illa að skapa marktækfæri. Eftir hornspyrnu jafnaði Fylkir metin með ansi skrautlegu marki. Daða Lárussyni mistókst að kýla boltann frá markinu með þeim afleiðingum að boltinn endaði í marki FH-inga. Slysalegt sjálfsmark hjá Daða, svo ekki sé meira sagt. Á 25. mínútu bætti Tryggvi öðru marki sínu við eftir fallega sendingu frá Ólafi Páli Snorrasyni. Arnar Þór Úlfarsson gleymdi sér í varnarleiknum og það nýtti Tryggvi sér vel. FH því komið með forystu að nýju. Seinni hálfleikurinn byrjaði fjörlega. André Lindbæk fékk fyrsta færi í seinni hálfleik þegar hann kom ágætis skoti á markið úr teignum, en Fjalar Þorgeirsson, markvörður Fylkis, sá við honum. Fylkismenn léku ágætlega á upphafsmínútum seinni hálfleiks en gekk sem fyrr, erfiðlega að skapa marktækifæri. Páll Einarsson sýndi lipra takta þegar hann lagði upp færi fyrir Christian Christiansen en Ármann Smári Björnsson, sem nýlega var valinn í A-landsliðshópinn í fyrsta skipti, bjargaði með skriðtæklingu á síðustu stundu. Lítið jafnvægi var í miðjuspili beggja liða en það voru einna helst Eyjólfur Héðinsson og Sigurvin Ólafsson sem glöddu augað með góðum leikskilningi. Páll Einarsson, sem hafði ekki látið mikið til sín taka, jafnaði leikinn á 60. mínútu með fallegu skoti efst í markhornið úr þröngu færi. Fylkismenn héldu áfram að sækja eftir markið en FH-ingum tókst smá saman að koma skerpa sóknarleikinn, og ná með því yfirhöndinni í leiknum. En markið lét þó á sér standa. Þrátt fyrir að FH oft leikið betur en í gær, þá virðist fátt geta komið í veg fyrir að leikmenn liðsins fagni Íslandsmeistaratitlinum þriðja árið í röð. Fylkismenn þurfa hins vegar, eins og önnur lið í deildinni, að berjast fyrir sæti sínu sínu fram í síðustu umferð. Þeir þurfa þó ekki að hafa áhyggjur ef leikmenn berjast eins og þeir gerðu í seinni hálfleik í gær.
Íþróttir Mest lesið Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Logi skoraði sjálfsmark í sigri Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Heiðdís leggur skóna á hilluna Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ Guðmundur Leó bætti annað mótsmet Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Djokovic fær frípassa í átta manna úrslit Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago „Markvörðurinn þarf stundum að kveikja í vörninni“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sú besta í heimi er ólétt Dagskráin: Barist um sæti í Super Bowl og stórleikur Arsenal og Man Utd Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sjá meira