Sverrir Björnsson verður Sverre Jakobsson: handboltakappinn útskýrir nafnaruglið 3. ágúst 2006 12:00 Sverre Jakobsson gekk í raðir Gummersbach í sumar frá Fram. Á Íslandi var hann reyndar þekktur undir nafninu Sverrir Björnsson en hann hefur nú ákveðið að leggja það nafn á hilluna. "Ég er fæddur í Noregi þar sem hefðin er að taka upp eftirnafn föður síns. Ég er skýrður Sverre Andreas Björnsson en faðir minn heitir Jakob Björnsson. Alltaf þegar ég hef reynt að segjast heita Sverre segja allir bara "Já blessaður Sverrir", það er svo leiðinlegt að leiðrétta þetta alltaf en ég hef dregið þetta of lengi," sagði Sverre. "Það verður bara Sverre Jakobsson hérna í Þýskalandi og það verður þannig á Íslandi líka, ekki Sverrir Björnsson lengur. Þetta er ágætis tímapunktur til að breyta þessu nú þegar ég er kominn til Þýskalands," sagði landsliðsmaðurinn sem bar nafnið "Jakobsson" aftan á treyju sinni í landsleikjunum gegn Svíum en hann mun að sjálfsögðu hafa það nafn aftan á búningi sínum hjá Gummersbach. "Það var mikið í umræðunni hér í Þýskalandi að það væri leikmaður frá Íslandi að koma sem heitir Sverrir Björnsson, það olli nokkru fjaðrafoki þegar ég var kynntur með allt öðru nafni, það vissi enginn hvað er í gangi. Það er ágætt að vera bara einn persónuleiki, ég er sami leikmaðurinn, það er tveir fyrir einn tilboð á mér." Sverre mun bera númerið 14 á bakinu hjá Gummersbach sem er hans gamla númer frá dögum hans með KA. " Ég tók við númerinu 14 hjá KA eftir að minn núverandi þjálfari, Alfreð Gíslason, hætti að spila. Ég var númer 14 hjá yngri flokkunum líka en þegar ég kom í Fram var Jón Björgvin með númerið. Það skipti mig ekki höfuðmáli og ég tók því tvistinn en það er óneitanlega gaman að vera kominn aftur með 14 á bakið," sagði Sverre Jakobsson, ekki Sverrir Björnsson, að lokum. Íþróttir Tengdar fréttir Hættur með botnlið ÍBV Guðlaugur Baldursson sagði starfi sínu lausu hjá ÍBV í gærkvöldi en Heimir Hallgrímsson, sem var Guðlaugi innan handar við þjálfun liðsins, er nú tekinn við Eyjaskútunni. 3. ágúst 2006 10:00 Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Sjá meira
Sverre Jakobsson gekk í raðir Gummersbach í sumar frá Fram. Á Íslandi var hann reyndar þekktur undir nafninu Sverrir Björnsson en hann hefur nú ákveðið að leggja það nafn á hilluna. "Ég er fæddur í Noregi þar sem hefðin er að taka upp eftirnafn föður síns. Ég er skýrður Sverre Andreas Björnsson en faðir minn heitir Jakob Björnsson. Alltaf þegar ég hef reynt að segjast heita Sverre segja allir bara "Já blessaður Sverrir", það er svo leiðinlegt að leiðrétta þetta alltaf en ég hef dregið þetta of lengi," sagði Sverre. "Það verður bara Sverre Jakobsson hérna í Þýskalandi og það verður þannig á Íslandi líka, ekki Sverrir Björnsson lengur. Þetta er ágætis tímapunktur til að breyta þessu nú þegar ég er kominn til Þýskalands," sagði landsliðsmaðurinn sem bar nafnið "Jakobsson" aftan á treyju sinni í landsleikjunum gegn Svíum en hann mun að sjálfsögðu hafa það nafn aftan á búningi sínum hjá Gummersbach. "Það var mikið í umræðunni hér í Þýskalandi að það væri leikmaður frá Íslandi að koma sem heitir Sverrir Björnsson, það olli nokkru fjaðrafoki þegar ég var kynntur með allt öðru nafni, það vissi enginn hvað er í gangi. Það er ágætt að vera bara einn persónuleiki, ég er sami leikmaðurinn, það er tveir fyrir einn tilboð á mér." Sverre mun bera númerið 14 á bakinu hjá Gummersbach sem er hans gamla númer frá dögum hans með KA. " Ég tók við númerinu 14 hjá KA eftir að minn núverandi þjálfari, Alfreð Gíslason, hætti að spila. Ég var númer 14 hjá yngri flokkunum líka en þegar ég kom í Fram var Jón Björgvin með númerið. Það skipti mig ekki höfuðmáli og ég tók því tvistinn en það er óneitanlega gaman að vera kominn aftur með 14 á bakið," sagði Sverre Jakobsson, ekki Sverrir Björnsson, að lokum.
Íþróttir Tengdar fréttir Hættur með botnlið ÍBV Guðlaugur Baldursson sagði starfi sínu lausu hjá ÍBV í gærkvöldi en Heimir Hallgrímsson, sem var Guðlaugi innan handar við þjálfun liðsins, er nú tekinn við Eyjaskútunni. 3. ágúst 2006 10:00 Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Sjá meira
Hættur með botnlið ÍBV Guðlaugur Baldursson sagði starfi sínu lausu hjá ÍBV í gærkvöldi en Heimir Hallgrímsson, sem var Guðlaugi innan handar við þjálfun liðsins, er nú tekinn við Eyjaskútunni. 3. ágúst 2006 10:00