Malmö vill halda Ásthildi áfram á næsta ári 3. ágúst 2006 13:00 Ásthildur helgadóttir Hefur staðið sig vonum framar í Svíþjóð þrátt fyrir mikil ferðalög fram og til baka frá Íslandi. MYND/Valli Ásthildur Helgadóttir hefur átt góðu gengi að fagna með sænska úrvalsdeildarliðinu Malmö FF í sumar. Hún er næstmarkahæsti í deildinni, með tólf mörk, en liðið er í þriðja sæti deildarinnar. Þjálfari Malmö, Jörgen Petersson, segir að Ásthildur eigi sér fáar eins líka. "Ég trúi ekki að ég geti fundið marga betri framherja í heiminum í dag," sagði Petersson í samtali við Sydsvenskan í gær. Í vetur samdi Ásthildur við Breiðablik og ætlaði að spila með liðinu í Landsbankadeild kvenna enda var hún búið með námið sitt í Svíþjóð og vildi hefja störf hér á landi sem verkfræðingur. Það gerði hún en forráðamenn Malmö var svo mikið í mun að fá hana til liðs við sig að samið var um að hún myndi fljúga reglulega til Svíþjóðar og til baka og leika með liðinu. Það hefur gengið vonum framar og á dögunum gekk Ásthildur frá samningi við liðið um að hún léki með því út leiktíðina. "Það lá svo sem alltaf fyrir að ég spilað með Malmö allt tímabilið en við vildum fyrst láta reyna á þetta og sömdum því til skamms tíma í einu. En þetta gekk vel og við ákváðum að halda þessu áfram, þá í samstarfi við vinnuveitanda minn hér heima, Línuhönnum, sem hefur reynst mér afskaplega vel." Í mars árið 2004 sleit Ásthildur krossbönd í hné og segir hún að það hafi verið nú fyrst í sumar sem hún hafi jafnað sig fullkomnlega af meiðslunum. "Þó að ég hafi verið mjög ánægð með síðasta tímabil sé ég nú að það tekur hreinlega þetta langan tíma að ná upp fyrri styrk. Ég er í betra standi nú en í fyrra og hef til að mynda bætt hraðann mikið." Ásthildur segir að með nýjum þjálfurum hjá Malmö hafi liðið aldrei verið í betra standi. "Ég hef aldrei æft og lyft eins mikið áður. Og það er að skila sér, allir leikmenn eru í mjög góðu standi." Og forráðamenn Malmö hafa þegar gert Ásthildi grein fyrir því að þeir vilji að hún leiki með liðinu á næsta tímabili einnig. "Þetta er orðin sagan endalausa," sagði hún og hló. "En ég hef sagt þeim að ég ætla ekki að hugsa um þau mál strax. Það verður bara að koma í ljós enda að mörgu að huga. Íþróttir Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sjá meira
Ásthildur Helgadóttir hefur átt góðu gengi að fagna með sænska úrvalsdeildarliðinu Malmö FF í sumar. Hún er næstmarkahæsti í deildinni, með tólf mörk, en liðið er í þriðja sæti deildarinnar. Þjálfari Malmö, Jörgen Petersson, segir að Ásthildur eigi sér fáar eins líka. "Ég trúi ekki að ég geti fundið marga betri framherja í heiminum í dag," sagði Petersson í samtali við Sydsvenskan í gær. Í vetur samdi Ásthildur við Breiðablik og ætlaði að spila með liðinu í Landsbankadeild kvenna enda var hún búið með námið sitt í Svíþjóð og vildi hefja störf hér á landi sem verkfræðingur. Það gerði hún en forráðamenn Malmö var svo mikið í mun að fá hana til liðs við sig að samið var um að hún myndi fljúga reglulega til Svíþjóðar og til baka og leika með liðinu. Það hefur gengið vonum framar og á dögunum gekk Ásthildur frá samningi við liðið um að hún léki með því út leiktíðina. "Það lá svo sem alltaf fyrir að ég spilað með Malmö allt tímabilið en við vildum fyrst láta reyna á þetta og sömdum því til skamms tíma í einu. En þetta gekk vel og við ákváðum að halda þessu áfram, þá í samstarfi við vinnuveitanda minn hér heima, Línuhönnum, sem hefur reynst mér afskaplega vel." Í mars árið 2004 sleit Ásthildur krossbönd í hné og segir hún að það hafi verið nú fyrst í sumar sem hún hafi jafnað sig fullkomnlega af meiðslunum. "Þó að ég hafi verið mjög ánægð með síðasta tímabil sé ég nú að það tekur hreinlega þetta langan tíma að ná upp fyrri styrk. Ég er í betra standi nú en í fyrra og hef til að mynda bætt hraðann mikið." Ásthildur segir að með nýjum þjálfurum hjá Malmö hafi liðið aldrei verið í betra standi. "Ég hef aldrei æft og lyft eins mikið áður. Og það er að skila sér, allir leikmenn eru í mjög góðu standi." Og forráðamenn Malmö hafa þegar gert Ásthildi grein fyrir því að þeir vilji að hún leiki með liðinu á næsta tímabili einnig. "Þetta er orðin sagan endalausa," sagði hún og hló. "En ég hef sagt þeim að ég ætla ekki að hugsa um þau mál strax. Það verður bara að koma í ljós enda að mörgu að huga.
Íþróttir Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sjá meira