Enginn að vinna að rannsókn á samráði 29. júlí 2006 09:00 Páll Gunnar Pálsson Samráð Enginn starfsmaður ríkissaksóknara vinnur að rannsókn á samráði olíufélaganna, eins og mál standa nú, en Ríkislögreglustjóri sendi málið frá sér til embættisins 17. nóvember á síðasta ári. Eini starfsmaðurinn sem unnið hefur að málinu, Helgi Magnús Gunnarsson lögfræðingur, er í sumarfríi til 21. ágúst og á meðan verður ekki unnið að framgangi málsins, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissaksóknara. Helgi Magnús segir ríkissaksóknara hafa óskað eftir því að fá leyfi til þess að leggja meiri kraft í rannsókn málsins, með því að vinna meiri yfirvinnu, en þeirri beiðni var hafnað. „Það var óskað eftir rýmri heimild til að vinna lengri vinnudaga til þess að geta flýtt rannsókn málsins en því var hafnað af kjaranefnd. Það eru allir starfsmenn embættisins hlaðnir verkum þannig að það gefst einfaldlega ekki tækifæri á því að sinna rannsókninni af meiri krafti. Ég býst við því að niðurstaða, af hálfu okkar, verði ljós á haustmánuðum.“ Helgi Magnús vildi ekki láta uppi hversu margir einstaklingar væru til rannsóknar vegna málsins, en í Fréttablaðinu 1. febrúar á þessu ári var haft eftir Helga Magnúsi að 34 einstaklingar hefðu réttarstöðu sakbornings í málinu. Það kann að hafa breyst eftir því sem á rannsókn málsins hefur liðið. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri samkeppniseftirlitsins, telur brýnt að samráðsmál af þeirri stærðargráðu sem nú er til rannsóknar hjá ríkissaksóknara fái eins skjóta meðferð og kostur er. „Það er almennt viðurkennt að samráðsmál af þessu tagi geta verið alvarleg fyrir samfélagið og varða almannahagsmuni. Það er því mjög brýnt að unnið sé að framgangi rannsókna á slíkum málum, af eins miklum hraða og kostur er.“ Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vildi ekki svara því hvort hann teldi að unnið væri að rannsókn á samráði olíufélaganna að nægilegum krafti, og beindi spurningum til „ríkissaksóknara til að svara þessu erindi“. Rannsókn samkeppnisyfirvalda á samráði olíufélaganna hófst með húsleit í aðalskrifstofum félaganna 18. desember 2001. Hinn 28. október 2004, eftir að rannsókn á vegum eftirlitsins lauk, sektaði samkeppnisráð olíufélögin um 2,6 milljarða fyrir brot gegn samkeppnislögum. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála gaf út úrskurð sinn 29. janúar 2005 og lækkar sektir félaganna um rúman milljarð, í 1,5 milljarða. Innlent Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Samráð Enginn starfsmaður ríkissaksóknara vinnur að rannsókn á samráði olíufélaganna, eins og mál standa nú, en Ríkislögreglustjóri sendi málið frá sér til embættisins 17. nóvember á síðasta ári. Eini starfsmaðurinn sem unnið hefur að málinu, Helgi Magnús Gunnarsson lögfræðingur, er í sumarfríi til 21. ágúst og á meðan verður ekki unnið að framgangi málsins, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissaksóknara. Helgi Magnús segir ríkissaksóknara hafa óskað eftir því að fá leyfi til þess að leggja meiri kraft í rannsókn málsins, með því að vinna meiri yfirvinnu, en þeirri beiðni var hafnað. „Það var óskað eftir rýmri heimild til að vinna lengri vinnudaga til þess að geta flýtt rannsókn málsins en því var hafnað af kjaranefnd. Það eru allir starfsmenn embættisins hlaðnir verkum þannig að það gefst einfaldlega ekki tækifæri á því að sinna rannsókninni af meiri krafti. Ég býst við því að niðurstaða, af hálfu okkar, verði ljós á haustmánuðum.“ Helgi Magnús vildi ekki láta uppi hversu margir einstaklingar væru til rannsóknar vegna málsins, en í Fréttablaðinu 1. febrúar á þessu ári var haft eftir Helga Magnúsi að 34 einstaklingar hefðu réttarstöðu sakbornings í málinu. Það kann að hafa breyst eftir því sem á rannsókn málsins hefur liðið. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri samkeppniseftirlitsins, telur brýnt að samráðsmál af þeirri stærðargráðu sem nú er til rannsóknar hjá ríkissaksóknara fái eins skjóta meðferð og kostur er. „Það er almennt viðurkennt að samráðsmál af þessu tagi geta verið alvarleg fyrir samfélagið og varða almannahagsmuni. Það er því mjög brýnt að unnið sé að framgangi rannsókna á slíkum málum, af eins miklum hraða og kostur er.“ Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vildi ekki svara því hvort hann teldi að unnið væri að rannsókn á samráði olíufélaganna að nægilegum krafti, og beindi spurningum til „ríkissaksóknara til að svara þessu erindi“. Rannsókn samkeppnisyfirvalda á samráði olíufélaganna hófst með húsleit í aðalskrifstofum félaganna 18. desember 2001. Hinn 28. október 2004, eftir að rannsókn á vegum eftirlitsins lauk, sektaði samkeppnisráð olíufélögin um 2,6 milljarða fyrir brot gegn samkeppnislögum. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála gaf út úrskurð sinn 29. janúar 2005 og lækkar sektir félaganna um rúman milljarð, í 1,5 milljarða.
Innlent Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira