Innlent

Lúðvík opnar kosningaskrifstofu í Reykjanesbæ

Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi opnaði kosningaskrifstofu í Reykjanesbæ í dag. Skrifstofan er til húsa að Hafnargötu 86, í sal gömlu Aðalstöðvarinnar.



Lúðvík er einn fjögurra frambjóðenda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem sækist eftir að leiða listann. Hinir eru þingmennirnir Björgvin G. Sigurðsson og Jón Gunnarsson en Róbert Marshall sækist einnig eftir efsta sætinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×