Skussarnir verðlaunaðir 25. apríl 2006 14:15 ósætti Innan þessara veggja í ÍR-heimilinu verður eflaust hart tekist á um hvað gera skuli við milljórnir þrjátíu sem fást fyrir leigu Hengilssvæðisins. fréttablaðið/pjetur Hólmgeir Einarsson, stjórnarmaður í handknattleiksdeild ÍR, gagnrýnir vinnubrögð aðalstjórnar félagsins harðlega. Aðalstjórn hyggst hreinsa upp skuldir íþróttadeilda félagsins en deildin sem er með reksturinn í lagi fær enga umbun. Skíðadeild ÍR er búin að leigja Orkuveitunni skíðasvæðið sitt, Hengilssvæðið, og hefur einnig gefið leyfi á að svæðinu verði breytt í malarnámu. Mun deildin því flytja rekstur sinn yfir í Bláfjöll. Alls hagnast félagið á þessum aðgerðum um 30 milljónirr króna en ekki eru allir á eitt sáttir um hvernig eyða eigi peningunum. Aðalstjórn félagsins mælir með því að milljónunum verði skipt upp á eftirfarandi hátt: Skíðadeildin fær rúmar 6 milljónir í rekstrarfé. Síðan mælist aðalstjórnin til þess að frjálsíþróttadeildin fái 2,7 milljónir króna sem notaðar verði til að greiða upp lán. Sama á við um fótboltann og körfuboltann sem fá 6 milljónir króna hvort til að greiða upp lán en handknattleiksdeildin fær eina milljón til að greiða upp það litla sem deildin skuldar. Síðustu 8 milljónirnar fara síðan í sjóð sem verður í umsjá aðalstjórnar. Þess utan mælist aðalstjórnin til þess að 11,2 milljóna króna skuld körfuknattleiksdeildarinnar verði afskrifuð, sem og 1,2 milljón króna skuld knattspyrnudeildarinnar við aðalstjórn. Með öðrum orðum þurrkast út 17,2 milljóna króna skuld körfuknattleiksdeildarinnar á einu bretti og knattspyrnudeildin verður laus við 7,2 milljóna króna skuld. Þessi tillaga hefur farið mjög illa í forkólfa handknattleiksdeildar ÍR, sem segja aðalstjórnina vera að senda út röng skilaboð. "Það er einfaldlega verið að verðlauna skussana og þau skilaboð send út að engu skipti hversu óábyrgur rekstur þeirra sé. Það verði alltaf hreinsað upp eftir þá. Við sem höfum verið að reka okkar deild skynsamlega fáum síðan ekkert fyrir okkar snúð þegar loksins kemur peningur en við hefðum svo sannarlega getað nýtt eitthvað af þessum peningum sem karfan og fótboltinn er að fá þegar við misstum allt okkar lið fyrir ári síðan. Þrátt fyrir missinn héldum við rekstrinum í réttu formi og fórum ekki að eyða peningum sem við eigum ekki," sagði Hólmgeir Einarsson, sem staðið hefur í stafni handknattleiksdeildarinnar til margra ára en er að draga sig út af heilsufarsástæðum. Hann tók sig til á sínum tíma og hreinsaði upp skuldir handknattleiksdeildar með hjálp góðra manna á sínum tíma og hefur æ síðan rekið deildina án þess að stofna til skulda. Sjáðu síðan hvernig deildirnar bregðast við þegar þær sjá að það er verið að fara að draga þær upp úr skuldafeninu. Körfuknattleiksdeildin semur við dýrasta þjálfara landsins og svo er spurning hvort honum fylgi ekki dýrir leikmenn. Knattspyrnudeildin tilkynnir síðan að kvennaliðið ætli að flytja inn þrjá erlenda leikmenn og auglýsir eftir húsnæði. Með öðrum orðum virðast þessar deildir ætla að fara beint í sama farið og stofna aftur til skulda, sagði Hólmgeir þungur á brún en hann hefur ekki gefið upp alla von um að þessari tillögu verði breytt. Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Sjá meira
Hólmgeir Einarsson, stjórnarmaður í handknattleiksdeild ÍR, gagnrýnir vinnubrögð aðalstjórnar félagsins harðlega. Aðalstjórn hyggst hreinsa upp skuldir íþróttadeilda félagsins en deildin sem er með reksturinn í lagi fær enga umbun. Skíðadeild ÍR er búin að leigja Orkuveitunni skíðasvæðið sitt, Hengilssvæðið, og hefur einnig gefið leyfi á að svæðinu verði breytt í malarnámu. Mun deildin því flytja rekstur sinn yfir í Bláfjöll. Alls hagnast félagið á þessum aðgerðum um 30 milljónirr króna en ekki eru allir á eitt sáttir um hvernig eyða eigi peningunum. Aðalstjórn félagsins mælir með því að milljónunum verði skipt upp á eftirfarandi hátt: Skíðadeildin fær rúmar 6 milljónir í rekstrarfé. Síðan mælist aðalstjórnin til þess að frjálsíþróttadeildin fái 2,7 milljónir króna sem notaðar verði til að greiða upp lán. Sama á við um fótboltann og körfuboltann sem fá 6 milljónir króna hvort til að greiða upp lán en handknattleiksdeildin fær eina milljón til að greiða upp það litla sem deildin skuldar. Síðustu 8 milljónirnar fara síðan í sjóð sem verður í umsjá aðalstjórnar. Þess utan mælist aðalstjórnin til þess að 11,2 milljóna króna skuld körfuknattleiksdeildarinnar verði afskrifuð, sem og 1,2 milljón króna skuld knattspyrnudeildarinnar við aðalstjórn. Með öðrum orðum þurrkast út 17,2 milljóna króna skuld körfuknattleiksdeildarinnar á einu bretti og knattspyrnudeildin verður laus við 7,2 milljóna króna skuld. Þessi tillaga hefur farið mjög illa í forkólfa handknattleiksdeildar ÍR, sem segja aðalstjórnina vera að senda út röng skilaboð. "Það er einfaldlega verið að verðlauna skussana og þau skilaboð send út að engu skipti hversu óábyrgur rekstur þeirra sé. Það verði alltaf hreinsað upp eftir þá. Við sem höfum verið að reka okkar deild skynsamlega fáum síðan ekkert fyrir okkar snúð þegar loksins kemur peningur en við hefðum svo sannarlega getað nýtt eitthvað af þessum peningum sem karfan og fótboltinn er að fá þegar við misstum allt okkar lið fyrir ári síðan. Þrátt fyrir missinn héldum við rekstrinum í réttu formi og fórum ekki að eyða peningum sem við eigum ekki," sagði Hólmgeir Einarsson, sem staðið hefur í stafni handknattleiksdeildarinnar til margra ára en er að draga sig út af heilsufarsástæðum. Hann tók sig til á sínum tíma og hreinsaði upp skuldir handknattleiksdeildar með hjálp góðra manna á sínum tíma og hefur æ síðan rekið deildina án þess að stofna til skulda. Sjáðu síðan hvernig deildirnar bregðast við þegar þær sjá að það er verið að fara að draga þær upp úr skuldafeninu. Körfuknattleiksdeildin semur við dýrasta þjálfara landsins og svo er spurning hvort honum fylgi ekki dýrir leikmenn. Knattspyrnudeildin tilkynnir síðan að kvennaliðið ætli að flytja inn þrjá erlenda leikmenn og auglýsir eftir húsnæði. Með öðrum orðum virðast þessar deildir ætla að fara beint í sama farið og stofna aftur til skulda, sagði Hólmgeir þungur á brún en hann hefur ekki gefið upp alla von um að þessari tillögu verði breytt.
Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Sjá meira