Innlent

Biðröð á bensínstöðvum vegna tímabundinna verðlækkana

Það hljómaði eins og aprílgabb þegar tilkynnt var á útvarpsstöðinni Kiss FM í dag að eldsneytisverð yrði lækkað á bensínstöðvum Bensínorkunnar í höfuðborginni um nærri þriðjung miðað við almennt verð. Svo var þó ekki og því mynduðust langar biðraðir á stöðvunum á meðan tilboðið stóð enda hefur dropinn verið dýr undanfarnar vikur.

Hún var löng biðröðin við bensínstöð Orkunnar við Miklubraut um miðjan dag í dag þar sem bensín- og dísillítrinn buðust á 89 og hálfa krónu. Hér var þó ekki um skyndilegt verðfall á heimsmarkaði að ræða heldur var Orkan að bregðast við áskorun frá Útvarpsstöðinni Kiss FM. Forsvarsmenn Orkunnar hafa farið um borgina í dag og lækkað verð á stöðvum sínum í skamman tíma. Íslendingar láta ekki segja sér það tvisvar ef bensínverð er lækkað en hjá Orkunni var lítrinn 40 krónum ódýrari en víðast annars staðar. Og það er ljóst að verðhækkanir á eldsneyti koma við pyngjuna hjá fólki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×