Innlent

Setuverkfall á Hrafnistu í Reykjavík en ekki Hafnarfirði

MYND/Heiða

Ófaglærðir starfsmenn á dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík ákváðu á fundi nú í hádeginu að halda til streitu steuverkfalli sínu. Starfsmenn á Hrafnistu í Hafnarfirði ákváðu hins vegar að hætta aðgerðum og ganga að tilboði Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Setuverkfallið hófst á sex davalarheimilum á miðnætti en í morgun funduðu starfsmenn á Hrafnistu í Hafnarfirði og samþykktu þá að taka tilboði um launahækkanir sem tryggja þeim sömu kjör og starfsmenn í sambærilegum störfum hjá sveitarfélögunum. Í ljósi þessa var haldinn neyðarfundur á Hrafnistu í Reykjavík í hádeginu. Þar fór fram atkvæðagreiðsla um málið og var þá samþykkt að halda setuverkfallinu áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×