Innlent

Elsti Íslendingur allra tíma látinn

Sá Íslendingur sem lengst hefur lifað fyrr og síðar, Guðfinna Einarsdóttir, lést í gær 109 ára að aldri.

Guðfinna Einarsdóttir fæddist 2. febrúar 1897 í Ásgarði í Dalasýslu en ólst upp á Leysingsstöðum í Hvammssveit. Hún fluttist til Reykjavíkur 1970. Hún lést í gær þann 1.apríl. Guðfinna var vel ern fram undir það síðasta og þurfti aldrei að fara á elliheimili heldur bjó hún í heimahúsi hjá dóttur sinni í Fossvogshverfi í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×