Sport

Bolton sló Oldham naumlega út

Enska úrvalsdeildarliðið Bolton sló út 1. deildarlið Oldham fyrir stundu í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu 1-0 með marki Ricardo Vaz Te á 9. mínútu. Þetta var fyrsta mark portúgalska nýliðans í liði Bolton og með sigrinum hefur Bolton tryggt sér farseðilinn í 5. umferð keppninnar. Leikur Chelsea og Brimingham í 4. umferð hefst kl. 16.05 og verður í beinni útsendingu í Sýn. Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea sem er þannig skipað: 23 Carlo Cudicini 18 Wayne Bridge 29 Robert Huth 2  Glen Johnson 26 John Terry 10 Joe Cole 11 Damien Duff 27 Jiri Jarosik 5  Alexei Smertin 22 Eiður Smári Guðjohnsen 9  Mateja Kezman Og á varamannabekk Chelsea er lítið um áhugamenn í faginu: 40 Lenny Pidgeley 14 Njitap Geremi 8  Frank Lampard 15 Didier Drogba 16 Arjen Robben



Fleiri fréttir

Sjá meira


×