Innlent

Með eitt kíló af efni og fé

Hald var lagt á eitt kíló af marijúana á Akureyri aðfararnótt laugardags. Efnin fundust við leit heima hjá manni á þrítugsaldri sem grunaður hefur verið um fíkniefnasölu um nokkurt skeið. Einnig fannst töluvert magn peninga sem taldir eru tilkomnir vegna fíkniefnasölu ásamt þó nokkrum varningi sem talið er að sé þýfi.

Málið er á byrjunarstigi en tollgæslan aðstoðaði við aðgerð­­irnar og lagði til mann og fíkniefnahund. Lögreglan á Akureyri hefur á nokkrum dögum lagt hald á eitt og hálft kíló fíkniefna sem talið er ætlað til sölu í bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×