Sport

Knauss í 18 mánaða bann

Austurríski skíðakappinn Hans Knauss var í dag úrskurðaður í 18 mánaða keppnisbann af alþjóðaskíðasambandinu. Knauss hefur verið í banni síðan í nóvember sl. þegar lyfjapróf sem hann fór í leiddi í ljós notkun á steralyfinu þekkta, nandrolone. Knauss sem er 33 ára er einn vinsælasti og reynslmesti skíðakappi Austurríkis og vann til silvurverðlauna á heimsmeistaramótinu 2003. Knauss ætlar að áfrýja úrskurðinum í von um að fá bannið stytt í 12 mánuði en hann hefði getað fengið 2 ára bann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×