Innlent

Skaðleg áhrif á samkeppni

Þeir sem ætla að fylgjast með enska boltanum í gegnum ADSL þurfa að hafa tengingu hjá Símanum. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir vísbendingar um að það kunni að hafa skaðleg áhrif á samkeppni. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að við samruna fjarskiptafyrirtækja og fjölmiðlafyrirtækja hafi verið sett skilyrði af hálfu Samkeppnisráðs til að efla samkeppni á þeim mörkuðum. Eitt skilyrðanna er að Símanum og Skjá einum er heimilt að senda sjónvarpsefni í gegnum sína ADSL-tengingu. Þeir sem eru með ADSL-tengingu, til dæmis hjá OgVodafone, þurfa því að skipta um tengingu vilji þeir fylgjast með enska boltanum í gegnum Netið. OgVodafone er hins vegar ekki heimilt að gera það sama þar sem ákvarðanir frá því í vor varðandi Símann og Skjá Einn annars vegar og OgVodafone og 365 ljósvakamiðla hins vegar eru samhljóma. Páll Gunnar segir að samkeppniseftirlitið muni grípa inn í telji það ástæðu til en fyrst þurfi að átta sig á stöðunni. Forsvarsmenn OgVodafone eru þessu ósammála og segja þegar ljóst að þetta muni styrki stöðu Símans á ADSL- markaði. Neytendasamtökunum hefur borist fjöldi kvartana og er formaður þeirra hissa á að Samkeppnieftirlitið hafi ekkert gert í málinu þar sem OgVodafone kvartaði yfir þessu strax í vor.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×