Innlent

Varðskipin í kvikmynd Eastwoods

Varðskipið Óðinn kemur íslenskum sjómönnum ekki að miklu gagni næstu dægrin og Týr líkast til ekki heldir því Landhelgisgæslan hefur leigt erlendum kvikmyndagerðarmönnum skipin. Óskað var eftir tveimur skipum og lofaði Landhelgisgæslan að gera sitt besta, en lofaði einungis Óðni sem lítið er notaður nema þegar Ægir og Týr eru í viðgerð. Skipin verða úti fyrir Stóru Sandvík á Reykjanesi á meðan tökum á myndinni Flags of our Fathers stendur og leika þar í raun bandarísk herskip. Fyrirvari var gerður við þáttöku Landhelgisgæslunnar þannig að varðskipin geta siglt í burtu um leið ef þörf er á eða lögregluaðgerðir krefjast þess. Ljóst er þó að varðskipin eru í Stóru Sandvík einnig af öryggisástæðum og munu áhafnir þeirra grípa inn í ef hættuástand skapast.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×