Fuglaflensa í Japan 26. júní 2005 00:01 Fuglaflensusmit hefur greinst í hænsnum á bóndabæ í norðaustur Japan. Nú hafa allir flutningar á eggjum og fuglakjöti verið bannaðir frá svæðinu um stundarsakir þar til yfirvöld telja sig hafa tryggt að flensan breiðist ekki út. Bændur í nágrenninu hafa allir verið skyldaðir til þess að sótthreinsa hjá sér gripahús. Leitað hefur verið að smiti á bæjum í nágrenninu en ekkert fundist. Meira en 800 hænsn hafa drepist á bænum síðan í apríl og hafa prófanir nú staðfest grun manna um að um fuglaflensusmit sé að ræða. Fuglarnir voru smitaðir með H5N2-afbrigði flensunnar sem er ekki jafn hættulegt og H5N1-afbrigðið, sem hefur orðið rúmlega fimmtíu manns að bana í Suðaustur-Asíu síðan 2003. Hirofumi Kurita, landbúnaðarráðherra Japan, sagði í gær að flensuafbrigðið sem greindist í fuglunum sé ekki líklegt til að vera hættulegt mönnum. Engu síður hafa starfsmenn á býlum í nágrenninu verið skikkaðir í læknisskoðun til þess að ganga úr skugga um að smitið hafi ekki borist í menn. Um 300 þúsund fuglar drápust úr fuglaflensu í Japan í fyrra, eitt tilfelli greindist í manni en hann hefur náð bata. Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir að nokkur afbrigði af flensunni séu greinilega á ferðinni en munurinn felist í því að afbrigðin hafi mismunandi mótefnavaka. Hann segir ekki fara neinum sögum af því að menn hafi smitast af því afbrigði sem núna fannst í Japan. "Maður getur ekkert fullyrt um að þetta afbrigði sé alveg skaðlaust enn þá, það fer eftir því hvernig þetta þróast," segir Haraldur. Enn annar stofn greindist í Hollandi í fyrra en þá veiktust 90 manns og einn lést. Haraldur segir að full ástæða sé til þess að vera á varðbergi gagnvart fuglaflensunni og að í hvert skipti sem fréttir berist af smiti séu það slæmar fréttir. Menn horfi til þess núna að reyna að koma í veg fyrir að flensan breiðist út meðal manna, vel sé fylgst með öllum smitum til að reyna að kæfa faraldur í fæðingu. Erlent Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Fuglaflensusmit hefur greinst í hænsnum á bóndabæ í norðaustur Japan. Nú hafa allir flutningar á eggjum og fuglakjöti verið bannaðir frá svæðinu um stundarsakir þar til yfirvöld telja sig hafa tryggt að flensan breiðist ekki út. Bændur í nágrenninu hafa allir verið skyldaðir til þess að sótthreinsa hjá sér gripahús. Leitað hefur verið að smiti á bæjum í nágrenninu en ekkert fundist. Meira en 800 hænsn hafa drepist á bænum síðan í apríl og hafa prófanir nú staðfest grun manna um að um fuglaflensusmit sé að ræða. Fuglarnir voru smitaðir með H5N2-afbrigði flensunnar sem er ekki jafn hættulegt og H5N1-afbrigðið, sem hefur orðið rúmlega fimmtíu manns að bana í Suðaustur-Asíu síðan 2003. Hirofumi Kurita, landbúnaðarráðherra Japan, sagði í gær að flensuafbrigðið sem greindist í fuglunum sé ekki líklegt til að vera hættulegt mönnum. Engu síður hafa starfsmenn á býlum í nágrenninu verið skikkaðir í læknisskoðun til þess að ganga úr skugga um að smitið hafi ekki borist í menn. Um 300 þúsund fuglar drápust úr fuglaflensu í Japan í fyrra, eitt tilfelli greindist í manni en hann hefur náð bata. Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir að nokkur afbrigði af flensunni séu greinilega á ferðinni en munurinn felist í því að afbrigðin hafi mismunandi mótefnavaka. Hann segir ekki fara neinum sögum af því að menn hafi smitast af því afbrigði sem núna fannst í Japan. "Maður getur ekkert fullyrt um að þetta afbrigði sé alveg skaðlaust enn þá, það fer eftir því hvernig þetta þróast," segir Haraldur. Enn annar stofn greindist í Hollandi í fyrra en þá veiktust 90 manns og einn lést. Haraldur segir að full ástæða sé til þess að vera á varðbergi gagnvart fuglaflensunni og að í hvert skipti sem fréttir berist af smiti séu það slæmar fréttir. Menn horfi til þess núna að reyna að koma í veg fyrir að flensan breiðist út meðal manna, vel sé fylgst með öllum smitum til að reyna að kæfa faraldur í fæðingu.
Erlent Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira