Erlent

Forstjóri WorldCom fundinn sekur

Bernard Ebbers, fyrrverandi forstjóri WorldCom, var í gær fundinn sekur um að hafa skipulagt stærstu skattsvik í sögu Bandaríkjanna. Skattsvikin, sem áttu sér stað um nokkurra ára skeið, námu alls ellefu milljörðum bandaríkjadala. Ebbers á yfir höfði sér allt að 85 ára fangelsisdóm en þar sem hann er 63 ára að aldri nær hann væntanlega ekki að afplána dóminn til fulls.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×