Greiða bændum meira en mjólkurbúin 21. október 2005 00:01 Forsvarsmenn ostaframleiðandans Mjólku ætla að greiða bændum sem leggja mjólk inn hjá þeim umtalsvert hærra verð en ef þeir leggja hana inn í mjólkurbú. Mjólka hefur jafnframt kært Osta- og smjörsöluna til samkeppniseftirlitsins fyrir að neita að selja fyrirtækinu undanrennuduft á iðnaðarverði. Mjólka hyggst framleiða mjólkurvörur utan styrkjakerfis landbúnaðarins. Fjölskyldan að Eyjum II í Kjós er með 120 kýr á sínum snærum, en þær mjólka ekki nóg - það þarf meira. Í ljósi þess að það er mjólkurskortur á markaðnum, stefnir nú í að kúabændur geti látið bjóða í mjólkurframleiðslu sína. "Við stefnum að því að ná tveimur milljónum lítra inn í þetta samlag með okkar eigin framleiðslu og við viljum hvetja þá bændur sem eru hér næst að hafa samband við okkur. Fyrstir koma, fyrstir fá," segir Ólafur M. Magnússon hjá Mjólku. Í ostagerð þarf undanrennuduft, en Osta- og smjörsalan er eini framleiðandi þess hérlendis. Háir verndartollar eru á innfluttu dufti, svo allir sem nota undanrennuduft kaupa það af Osta- og smjörsölunni. Magnús Ólafsson, forstjóri Osta-og smjörsölunnar, segir óheimilt að selja niðurgreitt undanrennuduft til framleiðslu mjólkurvara utan kerfisins, þess vegna verði Mjólka að greiða heildsöluverð, sem er um 25% hærra en iðnaðarverðið. Þetta segir Ólafur að standist hreinlega ekki. "Það er einfaldlega mjög skrýtið því að Osta- og smjörsalan hefur selt öðrum framleiðendum sem eru að vinna mjólkurvörur hér á landi þetta undanrennuduft alla vega í þrettán ár, ef ekki lengur. Það eru allir framleiðendur aðrir en Mjólka að fá undanrennuduft fyrir iðnaðarframleiðslu afgreitt." Fréttir Innlent Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Forsvarsmenn ostaframleiðandans Mjólku ætla að greiða bændum sem leggja mjólk inn hjá þeim umtalsvert hærra verð en ef þeir leggja hana inn í mjólkurbú. Mjólka hefur jafnframt kært Osta- og smjörsöluna til samkeppniseftirlitsins fyrir að neita að selja fyrirtækinu undanrennuduft á iðnaðarverði. Mjólka hyggst framleiða mjólkurvörur utan styrkjakerfis landbúnaðarins. Fjölskyldan að Eyjum II í Kjós er með 120 kýr á sínum snærum, en þær mjólka ekki nóg - það þarf meira. Í ljósi þess að það er mjólkurskortur á markaðnum, stefnir nú í að kúabændur geti látið bjóða í mjólkurframleiðslu sína. "Við stefnum að því að ná tveimur milljónum lítra inn í þetta samlag með okkar eigin framleiðslu og við viljum hvetja þá bændur sem eru hér næst að hafa samband við okkur. Fyrstir koma, fyrstir fá," segir Ólafur M. Magnússon hjá Mjólku. Í ostagerð þarf undanrennuduft, en Osta- og smjörsalan er eini framleiðandi þess hérlendis. Háir verndartollar eru á innfluttu dufti, svo allir sem nota undanrennuduft kaupa það af Osta- og smjörsölunni. Magnús Ólafsson, forstjóri Osta-og smjörsölunnar, segir óheimilt að selja niðurgreitt undanrennuduft til framleiðslu mjólkurvara utan kerfisins, þess vegna verði Mjólka að greiða heildsöluverð, sem er um 25% hærra en iðnaðarverðið. Þetta segir Ólafur að standist hreinlega ekki. "Það er einfaldlega mjög skrýtið því að Osta- og smjörsalan hefur selt öðrum framleiðendum sem eru að vinna mjólkurvörur hér á landi þetta undanrennuduft alla vega í þrettán ár, ef ekki lengur. Það eru allir framleiðendur aðrir en Mjólka að fá undanrennuduft fyrir iðnaðarframleiðslu afgreitt."
Fréttir Innlent Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira