Segir þingmönnum sagt rangt til 21. október 2005 00:01 Alþingismönnum hefur verið sagt rangt til um stöðu varnarviðræðna, segir Össur Skarphéðinsson, skuggaráðherra utanríkismála hjá Samfylkingunni. Geir H. Haarde utanríkisráðherra vill ekki ræða málið. Þremur árum eftir að Bandaríkjamenn greindu íslenskum stjórnvöldum frá því að kalla ætti herþoturnar á Keflavíkurflugvelli heim; eftir að málinu var skotið til Bush Bandaríkjaforseta; og eftir fjölmarga fundi embættismanna þjóðanna er staðan í málinu þessi: Það er ekki komið tilefni til efnislegra viðræðna. Stöð 2 vildi fá skýringar utanríkisráðherra á þessu en hann hafnaði viðtali og kvaðst ekki ætla að tjá sig um málið. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, segir málið augljóslega í hönk. "Málið virðist vera í algjöru uppnámi. Ég held að þetta sé til nokkurrar hneysu fyrir okkur Íslendinga hvernig haldið hefur verið á málinu af okkar hálfu. Það liggur alveg fyrir að íslensk stjórnvöld hafa alveg vanrækt að skilgreina þær þarfir sem við höfum fyrir varnir. Meðan sú skilgreining liggur ekki fyrir eru menn ekki alveg klárir á hvað þarf og þar af leiðandi er dálítið erfitt að semja um slíka hluti. Ég verð líka að segja að ég er ekki ánægður sem alþingismaður og sitjandi í utanríkismálanefnd að það virðist sem við höfum fengið rangar upplýsingar. Það var sagt að það væru farnar af stað efnislegar umræður en nú kemur í ljós að menn hafa í raun ekki verið að ræða um, varla nokkurn skapaðan hlut." Í Japan og Kóreu borga viðkomandi ríki stærsta hluta kostnaðar við veru Bandaríkjahers þar sem hann er þeim þar til verndar. Japan var sigrað land, Kóreu var komið til hjálpar í stríði, ólíkt Íslandi. Samkvæmt heimildum Fréttastofu, vilja Bandaríkjamenn halda við þá ákvörðun sína að flytja orysstuþorutnar fjórar héðan og sinna öryggishlutverki þeirar frá flugstöðinni í Laden Heath í Bretlandi. Jafnhliða yrði þyrlubjörgunarsveitin flutt héðan, því hún er nátengd herþotunu. Þá vilja bandaríkjamenn að Íslendingar greiði allt að 75 prósentum kostnaðar við rekstur flugbrautannna á Keflavíkurflugvelli og álika hlutfall í rekstri slökkvilisðins þar, en bandaríkjamenn greiða nú fyrir þessa þætti. Þá vilja þeir að flugherinn taki yfir rekstur stöðvarinnar af sjóhernum og reki hér viðhaldsstöð fyrir bandarískar- og aðrar Natóflugvélar, sem hér þyrftu að hafa viðkomu, en engar flugvélar yrðu staðsettar hér. Bandaríski herinn og hervélar Nató hefðu áfram full afnot af vellinum þegar á þyrfti að halda, en án viðveru flugvéla hér, eins og áður sagði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Alþingismönnum hefur verið sagt rangt til um stöðu varnarviðræðna, segir Össur Skarphéðinsson, skuggaráðherra utanríkismála hjá Samfylkingunni. Geir H. Haarde utanríkisráðherra vill ekki ræða málið. Þremur árum eftir að Bandaríkjamenn greindu íslenskum stjórnvöldum frá því að kalla ætti herþoturnar á Keflavíkurflugvelli heim; eftir að málinu var skotið til Bush Bandaríkjaforseta; og eftir fjölmarga fundi embættismanna þjóðanna er staðan í málinu þessi: Það er ekki komið tilefni til efnislegra viðræðna. Stöð 2 vildi fá skýringar utanríkisráðherra á þessu en hann hafnaði viðtali og kvaðst ekki ætla að tjá sig um málið. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, segir málið augljóslega í hönk. "Málið virðist vera í algjöru uppnámi. Ég held að þetta sé til nokkurrar hneysu fyrir okkur Íslendinga hvernig haldið hefur verið á málinu af okkar hálfu. Það liggur alveg fyrir að íslensk stjórnvöld hafa alveg vanrækt að skilgreina þær þarfir sem við höfum fyrir varnir. Meðan sú skilgreining liggur ekki fyrir eru menn ekki alveg klárir á hvað þarf og þar af leiðandi er dálítið erfitt að semja um slíka hluti. Ég verð líka að segja að ég er ekki ánægður sem alþingismaður og sitjandi í utanríkismálanefnd að það virðist sem við höfum fengið rangar upplýsingar. Það var sagt að það væru farnar af stað efnislegar umræður en nú kemur í ljós að menn hafa í raun ekki verið að ræða um, varla nokkurn skapaðan hlut." Í Japan og Kóreu borga viðkomandi ríki stærsta hluta kostnaðar við veru Bandaríkjahers þar sem hann er þeim þar til verndar. Japan var sigrað land, Kóreu var komið til hjálpar í stríði, ólíkt Íslandi. Samkvæmt heimildum Fréttastofu, vilja Bandaríkjamenn halda við þá ákvörðun sína að flytja orysstuþorutnar fjórar héðan og sinna öryggishlutverki þeirar frá flugstöðinni í Laden Heath í Bretlandi. Jafnhliða yrði þyrlubjörgunarsveitin flutt héðan, því hún er nátengd herþotunu. Þá vilja bandaríkjamenn að Íslendingar greiði allt að 75 prósentum kostnaðar við rekstur flugbrautannna á Keflavíkurflugvelli og álika hlutfall í rekstri slökkvilisðins þar, en bandaríkjamenn greiða nú fyrir þessa þætti. Þá vilja þeir að flugherinn taki yfir rekstur stöðvarinnar af sjóhernum og reki hér viðhaldsstöð fyrir bandarískar- og aðrar Natóflugvélar, sem hér þyrftu að hafa viðkomu, en engar flugvélar yrðu staðsettar hér. Bandaríski herinn og hervélar Nató hefðu áfram full afnot af vellinum þegar á þyrfti að halda, en án viðveru flugvéla hér, eins og áður sagði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira