Innlent

Furða sig á seinagangi nefndar

Fulltrúar Alþýðusambands Íslands furða sig á því að nefnd sem Árni Magnússon félagsmálaráðherra skipaði og átti að kanna hugsanlega lagasetningu á starfsemi starfsmannaleiga hér á landi skuli enn ekki hafa lokið störfum. Ingvar Sverrisson, lögmaður ASÍ og fulltrúi sambandsins í nefnd ráðherra, segir mikla óánægju ríkjandi innan raða verkalýðshreyfingarinnar með að nefndin skuli enn ekki hafa lokið störfum enda hafi tillögur ASÍ komið fram fyrir tveimur árum og legið þar óbreyttar til dagsins í dag. ASÍ sendi í gær frá sér ályktun þar sem lagasetningar um starfsmannaleigur er krafist. Starfsmannaleigur hafa verið harðlega gagnrýndar fyrir launakjör og skil á opinberum gjöldum frá því árið 2003.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×