Erlent

Stökkbreyting í flensuveirunni

Fugli slátrað. Rúmenar hafa sumir hverjir flýtt sér helst til mikið við að farga fuglum.
Fugli slátrað. Rúmenar hafa sumir hverjir flýtt sér helst til mikið við að farga fuglum.

Fuglaflensuveiran sem fundist hefur í fólki í Kína hefur þegar stökkbreyst og er öðruvísi en sá stofn veirunnar sem fundist hefur í fólki í Víetnam. Þetta fullyrða talsmenn heilbrigðisráðuneytisins í Kína. Enn er þó ekki talið að veiran geti borist beint á milli manna, en margir óttast að slíkt geti leitt til heimsfaraldurs.

Í gær voru yfirmenn dýralæknisembættisins í Brailahéraði í Rúmeníu reknir úr starfi eftir að sjónvarpsstöð sýndi myndir af starfsmönnum þeirra henda lifandi fuglum á bál til að sporna við fuglaflensunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×