Pólitísk ráðning á Höfða? 5. maí 2005 00:01 Guðjón Guðmundsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi. Sextán sóttu um stöðuna, í þeim hópi afar vel menntaðir og reynslumiklir menn. Guðjón er gagnfræðingur og því með minnstu menntunina en hann sat á Alþingi í tólf ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Í auglýsingu um starfið var óskað þekkingar á stjórnsýslusviði, bókhaldsþekkingar og hæfni í mannlegum samskiptum auk þess sem framkvæmdastjórinn átti að vera búsettur á svæðinu. Það er því ljóst að Guðjón uppfyllir kröfurnar. Stjórn Höfða er skipuð fjórum fulltrúum bæjarstjórnar og einum fulltrúa hreppanna umhverfis Akranes. Fulltrúar bæjarstjórnar eru tveir fulltrúar Framsóknarflokks og Samfylkingar og tveir fulltrúar minnihlutans. Tveir síðastnefndu og fulltrúi hreppanna eru sjálfstæðismenn. Þeir greiddu Guðjóni atkvæði sitt. Fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar greiddu hinsvegar Brynju Þorbjörnsdóttur, fyrrverandi útibússtjóra Íslandsbanka, atkvæði sitt. Brynja vildi ekkert segja um þetta í gær. Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari á Akranesi, var í hópi umsækjenda. Hann telur of snemmt að segja til um það hvort einhverjir umsækjenda muni kæra ráðninguna en mörgum þyki þetta "merkileg ráðning." Jón Pálmi segist eiga eftir að meta sína stöðu. Hann hafi ekki fengið neinar skýringar af hálfu meirihluta stjórnar Höfða. "Ég geri ráð fyrir því að óska eftir rökstuðningi," segir hann. Ráðningin hefur sætt gagnrýni á vef Akraneskaupstaðar. Þar er talið að sjálfstæðismenn hafi ætlað að koma gæðingi sínum í starfið þó að margir hæfari menn hafi sótt um stöðuna. Hugsanlega hafi jafnréttislög og stjórnsýslulög verið brotin. Benedikt Jónmundsson, fulltrúi sjálfstæðismanna, hafnaði þessu í gær og sagði gefa auga leið að sjálfstæðismennirnir hafi talið Guðjón hæfastan í starfið. Fréttir Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Guðjón Guðmundsson, fyrrverandi alþingismaður, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi. Sextán sóttu um stöðuna, í þeim hópi afar vel menntaðir og reynslumiklir menn. Guðjón er gagnfræðingur og því með minnstu menntunina en hann sat á Alþingi í tólf ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Í auglýsingu um starfið var óskað þekkingar á stjórnsýslusviði, bókhaldsþekkingar og hæfni í mannlegum samskiptum auk þess sem framkvæmdastjórinn átti að vera búsettur á svæðinu. Það er því ljóst að Guðjón uppfyllir kröfurnar. Stjórn Höfða er skipuð fjórum fulltrúum bæjarstjórnar og einum fulltrúa hreppanna umhverfis Akranes. Fulltrúar bæjarstjórnar eru tveir fulltrúar Framsóknarflokks og Samfylkingar og tveir fulltrúar minnihlutans. Tveir síðastnefndu og fulltrúi hreppanna eru sjálfstæðismenn. Þeir greiddu Guðjóni atkvæði sitt. Fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar greiddu hinsvegar Brynju Þorbjörnsdóttur, fyrrverandi útibússtjóra Íslandsbanka, atkvæði sitt. Brynja vildi ekkert segja um þetta í gær. Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari á Akranesi, var í hópi umsækjenda. Hann telur of snemmt að segja til um það hvort einhverjir umsækjenda muni kæra ráðninguna en mörgum þyki þetta "merkileg ráðning." Jón Pálmi segist eiga eftir að meta sína stöðu. Hann hafi ekki fengið neinar skýringar af hálfu meirihluta stjórnar Höfða. "Ég geri ráð fyrir því að óska eftir rökstuðningi," segir hann. Ráðningin hefur sætt gagnrýni á vef Akraneskaupstaðar. Þar er talið að sjálfstæðismenn hafi ætlað að koma gæðingi sínum í starfið þó að margir hæfari menn hafi sótt um stöðuna. Hugsanlega hafi jafnréttislög og stjórnsýslulög verið brotin. Benedikt Jónmundsson, fulltrúi sjálfstæðismanna, hafnaði þessu í gær og sagði gefa auga leið að sjálfstæðismennirnir hafi talið Guðjón hæfastan í starfið.
Fréttir Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira