Erlent

Barnamorðin í Þýskalandi

Verið var að laga til í bakgarði í þorpinu Brieskow-Finkenheerd í Brandenburg í gær þegar þar fundust bein, sem virtust smá mannabein. Sjónarvottur greindi yfirvöldum frá því að svo virtist sem dóttir lóðareigendanna hafi geymt muni af ýmsu tagi á lóðinni og þar faldi hún lík í það minnsta níu kornabarna. Þau vori grafin í stórum blómapottum, vaskafötum og fiskabúri. Leitað er frekari líka á lóðinni sem er mjög stór. Talið er að konan hafi sjálf drepið börnin sín skömmu eftir að þau fæddust. Morðin voru framin á árabilinu 1988 til 2004 en konan býr með fjórum börnum í borginni Frankfurt við Oder skammt frá landamærunum að Póllandi. Hún er atvinnulaus og fráskilin. Konan hefur verið hneppt í varðhald, sökuð um morð. Lögregla hefur yfirheyrt hana en játning mun ekki liggja fyrir enn sem komið er. Saksóknari segir ekkert liggja fyrir um hugsanlegt ástæðu morðanna. Barnamorð af þessu  eiga sér engin fordæmi í sögu Þýskalands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×